Author Topic: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina  (Read 3389 times)

Offline JAK

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« on: September 08, 2008, 08:38:18 »
Sælir félagar.

Ég varð dálítið hissa þegar ég rakst á hálfsíðuauglýsingu frá Kvartmíluklúbbnum í Fréttablaðinu um helgina en þar var auglýst "Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina"

Við gömlu jaxlarnir hefðum kannski getað sparað okkur allt erfiðið og fyrirhöfnina við að byggja brautina ef það þarf ekki að keppa á brautinni.

Eða eru bílarnir orðnir þannig breyttir að þeir þurfa ekki braut lengur. Ég hef reyndar ekki komið á keppni í 3 -4 ár og því ekki fylgst með þróuninni síðustu árin.

JAK

Jóhann A. Kristjánsson.....Stofnfélagi Kvartmíluklúbbsins og varaformaður klúbbsins frá 1977 til 1982

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #1 on: September 08, 2008, 09:17:18 »
Sæll Jói

Brautin var á sínum stað á laugardaginn og fer meira að segja stækkandi.  Það eru þarna meira að segja gamlir jaxlar sem hafa aldrei farið af staðnum síðan brautin var opnuð.  Heilmikil þróun í gangi, bæði í smíði kappaksturstækja og eins er núverandi stjórn búin að gera mjög góða hluti varðandi umhverfi brautarinnar.  Ég hef verið að vona að kvartmílunni verði gerð jafngóð skil í Mogganum eins og í greinunum þínum um rallíið og torfæruna. Veistu nokkuð hversvegna kvartmílan fær ekki sama sess í því ágæta blaði?

Góðar stundir

Ragnar
« Last Edit: September 08, 2008, 09:41:11 by 1966 Charger »
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline JAK

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #2 on: September 08, 2008, 11:55:39 »
Sæll Ragnar.

Þó svo að ég hafi ekki komið á brautina síðustu árin hef ég fylgst með úr fjarlægð og tek undir méð þér að mikið og gott uppbyggingarstarf hefur átt sér stað á brautinni síðustu árin. Á stjórn klúbbsins og félagsmenn mikið hrós skilið fyrir það.

Í "gamla daga" fengum við stundum skot á okkur þess efnis að það væru bara einhverjir olíu löðrandi lopapeysugæjar sem væru í Kvartmíluklúbbnum og því lögðum við metnað okkar í að allt sem frá okkur færi á prenti væri þannig að það væri okkur til sóma.  Þess vegna gat ég bara ekki setið á mér að koma með þessa athugasemd.

Varðandi Morgunblaðið þá held ég að menn þar á bæ séu jafn jákvæðir fyrir Kvartmílunni sem torfæru og ralli.  Spurningin snýst e.t.v um það hvort einhver geti og sé tilbúinn að sinna kvartmílunnu, mynda og skrifa.

Þá kemur kannski næsta spurnig: Hvers vegna er ég ekki að sinna kvartmílunni eins og ég gerði á upphafsárunum og gömlu jaxlarnir muna ef til vill eftir.

Ástæðan má ef til vill rekja til þeirra hatrömmu deilna sem hafa verið í hópi akstursíþróttamanna síðasta áratug. Ég byrjaði að skrifa um akstursíþróttir 1976 fyrir DB, Dagblaðið gamla, aðallega kvartmílu og torfæru. 1986 byrjaði ég að vinna á DV sem fréttaljósmyndari í afleysingum á sumrin og fannst of mikið að vera að mynda og skrifa um akstursíþróttir þær helgar sem ég var ekki með helgarvaktir á DV enda kominn með fjölskyldu sem kvartaði yfir að komast aldrei í sumarleyfi.

1988 gerði DV samning við LÍA sem gerði DV að einum kostendanna á Mótorsportþáttunum og Óli Björn Kárason, ritsjóri DV, ákvað að DV skyldi vera MÓTORSPORTBLAÐIÐ, blaðið sem yrði með allar fréttir um mótorsport á mánudögum. Var ég beðinn um að koma inn í þá vinnu og sló ég til. Hætti jafnframt að ganga fréttavaktir á ljósmyndadeildinni. Á þessum árum myndaði og skrifaði ég um torfæru, rall og kvartmílu.

Í kringum 1990 mögnuðust deilur meðal akstursíþróttamanna sem leiddu til þess að Kvartmíluklúbburinn og Bílaklúbbur Akureyrar sögðu sig úr LÍA en ég ætla ekki að rekja þá sögu hér. Hins vegar varð þetta til þess að samræming á keppnisdagatölum var fyrir bí og gerðist það oftar en ekki að keppt var í mismunandi greinum sömu daga. DV sinnti LÍA greinunum enda kostendur á Motorsportþáttunum og ferðum mínum á Kvartmílubrautina fækkað.

Þegar DV fór á hausinn fór ég yfir á Fréttablaðið í eitt ár en hætti þar því ég var svo óánægður mynd umbrot blaðsins. Mér fannst að mínar frábæru myndir nytu sín ekki þegar þær voru prentaðar pínulitlar í eindálk. Flutti ég mig þá yfir á Morgunblaðið og hef fjallað um torfæruna og rallið þar síðan þá. Það hefur í sjálfu sér verið nóg verkefni fyrir mig jafnframt því sem ég hef einnig verið að sjá Bílum&Sporti fyrir efni frá þessum keppnisgreinum. Þar hefur Hálfdán Sigurjónsson verið að gera góða hluti með því að framleiða efni um Kvartmíluna og slíka bíla.
En ég er nokkuð viss um að því yrði vel tekið á Morgunblaðinu ef einhver færi til þeirra og byðist til að mynda og skrifa fyrir þá um Kvartmíluna.

JAK

« Last Edit: September 08, 2008, 12:00:03 by JAK »

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #3 on: September 08, 2008, 12:11:59 »
er ekki Hálfdán maðurinn í þetta :?:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #4 on: September 08, 2008, 12:40:33 »
Takk fyrir mjög greinargóð svör Jói

Ég skrifaði og myndaði einar sjö greinar í bílablað Moggans fyrir c.a. tveimur árum um kvartmíluna.  Þá stjórnaði bílablaðinu sá ágæti Guðjón Guðmundsson.  Hann hætti með blaðið og þeir sem tóku við því svöruðu ekki einu sinni spurningum mínum um hvort þeir vildu fleiri greinar um kvartmíluna og það hefur ekkert verið fjallað um hana þar lengi.

Góðar stundir og komdu næst upp á braut að kíkja á okkur. 

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline JAK

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #5 on: September 08, 2008, 12:50:46 »
Sæll Ragnar.

Eins og staðan er í dag þá eru akstursíþróttirnar ekki í bílablaði Morgunblaðsins. Hins vegar eru einhverjar pælingar á blaðinu um það hvort setja eigi akstursíþróttirnar inn í íþróttablaðið þar sem akstursíþróttirnar eru að flytjast innan vébanda ÍSÍ. Þannig var það á DV og þurfti ég að standa í stöðugu stappi við íþróttafréttaritarana um pláss í blaðinu því þeir vildu alltaf taka pláss af skilgreindum akstursíþróttasíðum undir boltann.

Það verður gaman að sjá framan í sportarana þegar ef og þegar þeir fá akstursíþróttirnar til sín.

Hins vegar er það þannig að það er ekki sjálfgefið að pláss sé til staðar fyrir akstursíþróttirnar og þarf ég, fyrir hverja keppnishelgi, að hafa samband við fréttastjóra blaðsins til að tryggja að ég fái pláss.

JAK
« Last Edit: September 08, 2008, 12:54:15 by JAK »

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #6 on: September 08, 2008, 13:47:16 »
Sælir félagar. :)

Gaman að sjá að Jóhann er að fylgjast með ennþá. :)

En varðandi auglýsinguna sem að var sýnd hér að ofan, þá virðist eins og gömul auglýsing hafi verið notuð aftur.

Jónína María Hafsteinsdóttir hjá 365 miðlum sendi mér uppkast að auglýsingu sem ég átti mynd á og átti að notast fyrir keppnina 9. ágúst, og þar var þessi rangi texti.
Ég sendi leiðréttingu og hún breytti augýsingunni sem síðan birtist í Fréttablaðinu á laugardeginum 9. Ágúst.

Svona var loka útkoman:



Hin myndin er ótrúlega svipuð þessari.


Hvað hins vegar varðar mín skrif um sportið, þá hef ég ekki skrifað í neina fjölmiðla á þessu ári.
Það er út af mörgum ástæðum bæði ágreiningur við eigendur "Bílar&Sport", en kannski heldur það að ég er kominn í öryggisnefnd sem að tilheyrir "akstursíþróttanefnd" innan Íþróttasambands Íslands og mér finnst ekki viðeigandi að vera að skrifa um sportið meðan ég er að starfa fyrir þessa nefnd.

Það er hinns vegar aldrei að vita hvað gerist og það er búið að velta mörgum hugmyndum upp varðandi umfjöllun um mótorsportið sem er jú svokallað "jaðarsport".

En núna virðast "íþróttakálfar" blaðana og íþróttafréttir á sjónvarps og útvarpsstöðvum vera mikið til lagðir undir boltann hvort sem að menn eru að henda eða sparka, já eða slá með priki.

Bæði þeir hjá 365 og hjá Skjá einum fá samt rós í hnappagatið fyrir umfjöllun sína um "Formula 1" og "MotorGP", sem að þeir skila mjög vel.
Ég vona bara að svona umfjöllun komi um annað mótorsport í nánustu framtíð á þessum miðlum sem og öðrum.

Kv.
Hálfdán.
« Last Edit: September 08, 2008, 18:27:14 by 429Cobra »
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #7 on: September 08, 2008, 14:24:24 »
Er ekki málið að hengja bolta í bandi aftaní bílana? Eða bara á baksýnisspegilinn? Þá er þetta orðin boltaíþrótt.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #8 on: September 08, 2008, 14:25:48 »
Ég tek undir að það vanti umfjöllun um sportið í blöðin, en fagna um leið öllum áhuga sem  mótorsportisportinu er sýndur.

Varðandi það að birta upplýsingar um sportið í fjölmiðlum er það frumskilyrði að staða mála sé á hreinu þeas hverjir eru með hvaða stig.



Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #9 on: September 08, 2008, 20:10:53 »
Langar að benda mönnum á það að nýji vegurinn að kvartmílubrautinni heitir KVARTMÍLUBRAUT.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #10 on: September 08, 2008, 20:24:04 »
Sælir félagar. :)

Sæll Jón Þór.

Heitir gatan ekki Álfhella. :?:

Þessi gata heitir Álfhella á kortum sem að ég hef séð. :!:

En ef að götuheitinu hefur verið breytt í Kvartmílubraut, þá fær það nafn mitt atkvæði. :mrgreen:

En samt sem áður þá keppum við á Kvartmílubrautinni, ekki við Kvartmílubrautina, það hljómar eins og allir séu að keyra í hrauninu. #-o

Samt er þetta hálf bjánalegt heimilisfang, eða finnst ykkur ekki.   Kvartmíluklúbburinn Kvartmílubraut 1. :idea: :!:
Þetta gæti flokkast sem tungubrjótur.

Og líka keppt verður á Kvartmílubrautinni við kvartmílubrautina, hmmmmmmmmmmmmm......................................... #-o

Jæja en töff samt. 8-)

Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #11 on: September 08, 2008, 20:28:13 »
Þarna sjáið þið að auglýsingin er ekki vitlaus.
En allavegana þá fengum við þetta nafn á götunna (kannski bara bráðabrigða) þar sem ekkert nafn var komið á hana út af vatni og rafmagni.
Þar erum við með heimilisfangið Kvartmílubraut 1.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #12 on: September 08, 2008, 20:52:16 »
þarf að kjósa á aðalfundi hvað þessi vegur skal heita.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« Reply #13 on: September 08, 2008, 21:33:58 »
Við ráðum nú ekki hvað vegurinn heitir  :lol:
En kvartmílubrautin sjálf heitir Kvartmílubraut á kortum held ég frekar.  Og vegna þess sé húsið okkar við Kvartmílubraut og nr. 1..  Mig grunar að nýji vegurinn heiti Álfhella frá Krísuvíkurvegi og upp að húsi :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488