Þetta er eitthvað sem við í stjórn eigum eftir að ræða.

Sjálfur veit ég sama og ekki neitt um eitthvað sameiginlegt lokahóf á Akureyri.

Mér finnst alveg sjálfsagt að við verðum með árshátíð eins og undanfarin ár.

Kvartmíluklúbburinn hefur veitt félagsmönnum/keppendum fjöldann allann af bikurum á lokahófi og spurning hvernig það verður nú í ár.

Persónulega finnst mér að ef á að halda sameiginlegt lokahóf á Akureyri þá þyrfti það að vera næst mánaðarmótum svo sem flestir geti komist.

Eflaust er samt þegar búið að ákveða dagsetningu.
