Sælir félagar.
Gaman að sjá að Jóhann er að fylgjast með ennþá.
En varðandi auglýsinguna sem að var sýnd hér að ofan, þá virðist eins og gömul auglýsing hafi verið notuð aftur.
Jónína María Hafsteinsdóttir hjá 365 miðlum sendi mér uppkast að auglýsingu sem ég átti mynd á og átti að notast fyrir keppnina 9. ágúst, og þar var þessi rangi texti.
Ég sendi leiðréttingu og hún breytti augýsingunni sem síðan birtist í Fréttablaðinu á laugardeginum 9. Ágúst.
Svona var loka útkoman:
Hin myndin er ótrúlega svipuð þessari.
Hvað hins vegar varðar mín skrif um sportið, þá hef ég ekki skrifað í neina fjölmiðla á þessu ári.
Það er út af mörgum ástæðum bæði ágreiningur við eigendur "Bílar&Sport", en kannski heldur það að ég er kominn í öryggisnefnd sem að tilheyrir "akstursíþróttanefnd" innan Íþróttasambands Íslands og mér finnst ekki viðeigandi að vera að skrifa um sportið meðan ég er að starfa fyrir þessa nefnd.
Það er hinns vegar aldrei að vita hvað gerist og það er búið að velta mörgum hugmyndum upp varðandi umfjöllun um mótorsportið sem er jú svokallað "jaðarsport".
En núna virðast "íþróttakálfar" blaðana og íþróttafréttir á sjónvarps og útvarpsstöðvum vera mikið til lagðir undir boltann hvort sem að menn eru að henda eða sparka, já eða slá með priki.
Bæði þeir hjá 365 og hjá Skjá einum fá samt rós í hnappagatið fyrir umfjöllun sína um "Formula 1" og "MotorGP", sem að þeir skila mjög vel.
Ég vona bara að svona umfjöllun komi um annað mótorsport í nánustu framtíð á þessum miðlum sem og öðrum.
Kv.
Hálfdán.