Kvartmílan > Aðstoð

Síls viðgerð

<< < (2/3) > >>

SaebTheMan:
Það er lítið annað hægt en að skera bara frá.

En ég hef nú aðeins róað mig yfir þessu eftir að hafa farið betur yfir þetta, og ætla mér nú bara að fela þetta með nokkrum ál plötum sem ég skrúfa í botninn á bílnum og yfir í stigbrettið þannig þetta lokist, auðvitað eftir að hafa skorið burtu það lausa og sprauta kvoðu yfir.

Það festist ekki nokkur skapaður hlutur í þennan síls og hann er hringlaga og botninn er bara ryðgaður úr, efri hlutinn sér um að halda hurðarspjaldinu við botninn á bílnum, enda er hann 2mm þykkur, en botninn varla meir en 1mm.

Takk samt fyrir ábendingarnar. ATH að þessi bíll komst gegnum skoðun fyrir tveim mánuðum, varla komu þessi göt eftir það.

Boddífestingar og grind eru eins og ný, Súkkuveikin :)

Lindemann:
það er samt ekki þar með sagt að þetta ætti að fara í gegnum skoðun þó það hafi gert það, ég sá nýlega sendibíl sem var nýskoðaður án athugasemda en grindin var í sundur á a.m.k. 5 stöðum vegna ryðs....ég held að ef ekki hefði verið fyrir kassann sem var á honum þá hefði afturendinn verið búinn að kveðja restina af bílnum fyrir löngu síðan.

en ef það eru plastsílsar yfir þessu og þetta sést ekki mikið...........ekkert vera þá að stressa þig á þessu  :wink:

SaebTheMan:
Það er nú kosturinn við súkkuna að hann er 1200kg á mjög sterkri grind sem ryðar lítið eða ekkert.

En boddíin hjá suzuki eru leiðileg hvað ryð varðar, og ég finn að frambrettin eru voða efnislítil, létt og þunn, eins með húddið og toppinn.

Adam:

--- Quote from: SaebTheMan on September 01, 2008, 23:36:56 ---Það er nú kosturinn við súkkuna að hann er 1200kg á mjög sterkri grind sem ryðar lítið eða ekkert.

En boddíin hjá suzuki eru leiðileg hvað ryð varðar, og ég finn að frambrettin eru voða efnislítil, létt og þunn, eins með húddið og toppinn.

--- End quote ---

Grindin er ekki til sterk í þessum bílum takk fyrir.........PUNKTUR

SaebTheMan:
Alllveg leikandi nógu sterk fyrir bílinn sem er 1190 kg.

Ekki er grind í hatchback Avensis, og sá bíll er rúm 1200 kg.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version