Kvartmílan > Aðstoð

Síls viðgerð

<< < (3/3)

SaebTheMan:
Sílsinn sveitamixaði ég nú bara

Vonandi að hann nái skoðun með svona heimasmíði, en ég veit vel að hann er öruggur því undir sílsinum er boddíbiti sem heldur öllu klabbinu saman, sílsinn er bara til að loka fyrir og láta líta vel út og hindra ryð í þessum bita.

Lokaði þessu með mm þykkum ál plötum, ryðfríum draghnoðum og kíttaði vel meðfram öllu og málaði svo svart að lokum



Hverninn lýst ykkur á??

Og haldiði að ég fái skoðun??

baldur:

--- Quote from: Adam on September 02, 2008, 22:30:32 ---
--- Quote from: SaebTheMan on September 01, 2008, 23:36:56 ---Það er nú kosturinn við súkkuna að hann er 1200kg á mjög sterkri grind sem ryðar lítið eða ekkert.

En boddíin hjá suzuki eru leiðileg hvað ryð varðar, og ég finn að frambrettin eru voða efnislítil, létt og þunn, eins með húddið og toppinn.

--- End quote ---

Grindin er ekki til sterk í þessum bílum takk fyrir.........PUNKTUR

--- End quote ---

Og hvað hefurðu fyrir þér í því? Hún er nú bara mjög sterk miðað við þyngd bílsins. Þýðir ekki að bera þetta saman við grindur úr einhverjum vörubílum samt.

Dodge:
Þú hlítur að fá skoðun með þetta, en restin af sílsanum verður horfin á næsta ári.
Þó ál og riðfrítt riðgi ekki eitt og sér þá myndast spenna á milli þessara málma
og járnið sem tengist þessum efnum riðgar á ógnar hraða.

SaebTheMan:
Ég sprautaði svona gúmí kvoðu viðbjóði yfir allt áður en ég lokaði þessu, mér var tjáð af einhverjum snillingi að það hægði á processinu.

En hvað veit maður... :)

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version