Sæll Þórhallur,
Ef þessi bíll 1966 þá er hann ekki með rétta stuðara, það var ýmislegt sem var öðruvísi í ´66 bílnum t.d hurðahandföng inni, sæti efnisminni, stuðarar voru ekki með skáskorna enda heldur beina niður, speglar hringlaga, hjólkoppar, afturljósin voru ekki með bakkljósi, demparar að aftan hölluðu fram en ekki aftur, skiptistöng fyrir millikassann svo eitthvað sé nefnt. Hér er mynd með dæmi um stuðara og afturljós á ´66 bíl, annars er bíllinn glæsilegur hjá þér, gamlir bílar í upprunalegu ástandi eiga bara eftir að hækka í verði.
Kveðja
Páll St.