Jæja broncoinn sem ég fékk gefins flaug í gang og gengur eins og klukka
Viftan var ekki í honum svo ég setti hana í og reimina....og þá vantaði altanator og ég fann hann og bjó til helvíti fína festingu til að strekkja á reiminni.
Grindin er í rosalega góðu standi og það bendir allt til þess að ég geri þennan fák upp frá grunni, sandblæs grind og fl.
Ég fékk vél gefins frá vini ´mínum, sem er stærri v6 vélin í þessa bronco bíla.
Allar bremsur voru keyftar nýjar, semsagt höfuðdælan og svo í hjólin... þá er hægt að fara keyra einhvað af viti og sjá hvernig allt virkar
Er búinn að rífa hann að hluta til og allt er í lagi ekkert rið í gegn eða þannig, en toppur er ónýtur og verður keyftur plast, gólf er ónýtt að hluta til.
Hann er kominn inní skúr og er byrjaður að fara yfir hann
Nokkrar myndir...
kv. þórhallur