Vil byrja á að þakka starfsfólki keppninnar í dag fyrir að standa í ströngu og klára dæmið vel miðað við hversu fá þið voruð. Þið eigið sannarlega hrós skilið! Keppinautunum þakka ég fyrir mjög spennandi og skemmtilega keppni.
Ég reyndist sannspár (sjá neðan við brotastrikið). Spennan í MC heldur áfram. Fáir en mjög jafnir keppendur. Harry tók völdin í dag og ég og Smári vorum áhorfendur þegar hann lækkaði MC íslandsmetið úr 12.57 niður í 12.54 í sínum prívat túrum
og vann líka keppnina meðan við Smári héngum í 12.60-12.70. Harry fór svo eina bunu á 12.40 (á true radial dekkjum ágætu slikkatrúboðar
) en náði ekki að bakka það upp. Brautin jafnspennandi að eiga við og í fyrri keppnum; skiptust á kaflar með rífandi góðu trakki með skautasvelli á milli þar sem allt ætlaði á hliðina á þessum tryllitækjum þannig að skyndilega blasti Álverið við í gegnum framrúðuna þar sem Vífilfell er vanalega. Við erum ekki enþá búnir að finna út hvað ræður hvort bílarnir lenda í góðu eða slæmu trakki þannig á meðan segjum við að tilviljun ráði miklu um hvernig rönnin fara.
Læt öðrum eftir að skrifa um aðra flokka en get þó ekki stillt mig um að minnast á besta E.T sem FORD hefur náð frá upphafi Íslandsbyggðar courtesy of Kjarri Kjartanss.; tough old guy!
Góðar stundir
Err
PS: Verið nú svo vænir að skella öllum tímum úr þessari og síðustu keppni inn á þessa vefsíðu vegna þess að keppendur hafa mikið gagn af að skoða þá til að spá í framhaldið. Pittprentaraleysið er alveg agalegt og verður að lagast´og svo mega stigin auðvitað fara að birtast.
-----------------------
29. júlí:
Svona á meðan Valli reiknar stigin þá vil ég benda mönnum á hversu jöfn keppnin er í MC. Í síðustu keppni voru þar þrír bílar sem runnu skeiðið á 12.70-13.00. Þótt Charger-inn sé efstur að stigum eftir tvær keppnir þá er þetta ekki búið fyrr en feita kellingin syngur (vonandi móðgast feministarnir sem lesa þetta). Báðir sigrarnir unnust með holeshot (bíllinn með lakari tímann vann sem þýðir að úrslitin réðust á þessum 5 hundruðustu úr sekúntu sem lifir á milli síðasta hvíta ljóssins og þess græna). Smári og Harry eru skæðir keppendur. Harry fór t.d. 12.66 eftir að keppni lauk á sunnudaginn en sá tími var talsvert betri en bestu tímarnir í úrslitaspyrnunum. Harry þarf líklega að keppa einn til að ná góðum tímum Harry varð fyrir því "óláni" að setja rándýrar CalTracks undir Cammann og allar heilasellurnar fara í að pæla í hvernig á að stilla þetta nýmeti. Ég horfi á og geymi mínar uppi í hillu (sko Caltrackið ekki heilasellurnar). Við keppinautarnir vonum að það takist ekki fyrr en í vetur því ef hann finnur rétta stillipunktinn á þessu dóti eignast hann kannski metið. Smári mætti í fyrsta skiptið (en ekki það síðasta) í sumar en mótvindur dagsins og bölvaðar gardínurnar sem hanga aftan á Mussanum hömluðu því að íslandsmetið féll. Svo söknuðum við félagarnir Árnýjar vegna þess að það nennir enginn að horfa á þrjá ljóta kótelettukalla á sönnum radíölum spóla upp brautina. Dáni lánaðu henni bílinn aftur!!
Góðar stundir
Ragnar