Vél
Aðeins má nota vélar sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota vélar úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro) Verður að vera samskonar blokk og kom í bílnum upprunaleg frá verksmiðju. Setja má forþjöppur á vélar sem ekki voru með forþjöppu original.
Blokk:
Aðeins má nota blokk sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota blokk úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro)
Sveifarás:
Frjálst val er á sveifarásum. Auka má slaglengd sveifaráss á vélum með engan aflauka. Aðeins upprunalegir eða eins og upprunalegir sveifarásar leyfðir. Þó er leyfilegt að nota hvaða efni í sveifarás sem er. Ekki má auka slaglengd sveifaráss. Aðeins slitrennsla á sveifarás leyfð.
Hedd:
Frjálst val er á heddum. Öll vinnsla á heddum er leyfð, svo framarlega að hún breyti ekki útliti þeirra. Frjálst val er á ventlum, ventlagormum, rockerörmum osf….. Leyfilegt er að stækka og vinna ventla að vild.
Ventlalok:
Allar gerðir og tegundir ventlaloka leyfðar.
Kambás:
Frjálst val er á kambásum.
Undirlyftur:
Frjálst val.
Tímagír:
Frjáls val á tímagírum, beltum, reimum, keðjum, osf…..
Stimpilstangir:
Frjálst val er á stimpilstöngum.
Stimplar:
Frjálst val er á stimplum.