Addi, geturðu ekki verið kynnir í leiðinni?
Ekkert mál...er ekki til þráðlaus mæk? Nei ég bara spyr
"Og næstir í brautina eru Þó*HÁVAÐI* á ros*HÁVAÐI* og á móti honum St*HÁVAÐI* á Vo*HÁVAÐI* "
En hérna...á að keyra en eina andskotans keppnina á sömu fáu hausunum? Eða ætlar fólk að hysja upp um sig brækurnar og hjálpa til ? Mér er spurn, það er fullt af fólki sem mætir á allar keppnir, sem er svosem ekkert nema gott og blessað, en gæti alveg hjálpað til. Spurning hvort við neyðumst til þess, sem náttúrulega væri synd, að aflýsa keppnum vegna ónógs fjölda brautarstarfsmanna. Það er alveg eitthvað sem við gætum staðið frammi fyrir, því það pína áfram keppnir á u.þ.b. helmingi þess starsfólks sem þyrfti að vera, gerir ekkert nema valda töfum og leiðindum. Sem aftur veldur því að þessir fáu sem mæta og hjálpa verða fyrir óréttlátu skítkasti, eða bugast undan álagi. Fólk sem lendir í þvílíku sér enga ástæðu til að mæta aftur og hjálpa, þó þetta komi nú blessunarlega sjaldan fyrir, þá hef ég orðið vitni af hvoru tveggja.
Þannig að mér er spurn, hvar er samstaðan? hvar er ástin og áhuginn á sportinu? Okkur vantar mannskap og það ekki seinna en strax
kv. Þreyttur og pirraður Ræsir
Svo væri líka gaman ef menn gætu gengið frá eftir sig!! Taki það til sín sem eiga það.