Mér persónulega finst þetta mikið niðurstökk fyrir kvartmíluklúbbinn með því að loka á aðra meðlimi sem ekki sjá sér fært á að eyða heilum laugardegi í keppni að mæta á Föstudagsæfingu þegar keppni er daginn eftir. ég hef persónulega ekki séð marga af þessum "alvöru" kvartmílutækjum vera að mæta á þessar æfingar hingað til og þeir sem gera það hoppa hvort eð er fram fyrir alla röðina þegar þeir vilja fara. Restin af liðinu er þarna bara til að fara ferðir, ekki að stilla eitt eða neitt.
Hefur þetta verið það mikið vandamál undanfarin ár að það þurfti að loka á hina meðlimi klúbbsins þetta árið?
mbk. Davíð Sævar Sævarsson.