Sælir félagar.

Sæll Stefán.
Það eru til tvær gerðir af uppröðunarkerfum.
Það er "sportsmans" og "professional".
KK hefur notað "professional" kerfið sem er eins og þú lýstir.
Sem sagt:
1-4
2-5
3-6
Miðað við sex keppendur.
Ef "sportmans" kerfið væri notað yrði það:
1-6
2-5
3-4
Í raun ættu bæði þessi kerfi að skila því sama, það er að þeir sem eru númer 1 og 2 í tímatökum færu úrslita ferðina.
En svoleiðis er jú bara óskhyggja.
](http://spjall.kvartmila.is/Smileys/phpbb/eusa_wall.gif)
Það á ALLTAF að láta fara staðfestingaferðir, einfaldlega vegna þess að sá sem á að fara staðfestingaferðina gæti verið bilaður og gæti því ekki getað keyrt.

Það getur enginn sjálfkrafa farið í næstu umferð á eftir án þess að sýna að hann geti það.
Það verður líka alltaf að raða öllum þeim sem að tóku tíma í tímatökum upp í útsláttarstigann.
Ef að einhver bilar síðan þá mætir viðkomandi ekki á ráslinu og tapar þeirri ferð og/eða viðkomandi riðli.
Vona að þetta skýri aðeins málin um uppröðunina.
Kv.
Hálfdán.