Jæja afhjúpum nú smá svona framtíðar vélarævintýrið mitt.
Ég er semsagt með 88 módel af Volvo 240 sem ég er búinn að setja mest allt sverara í undirvagninn ásamt polyurithane fóðrinumg og fleira dót, skipta út innréttingunni og svona smotteríis dundhlutir til að hafa þetta fínt. eins og er er hann mjöög góður rúntari þar sem hann er eiginlega arfamáttlaus. Ég var búinn að kaupa 2.1 lítra Volvo Turbo vél í hann og var byrjaður að græja hana. En um daginn fengum við bræðurnir bræðurnir, ég og EinarAK þá hugdettur að hætta þessu 4cyl rugli og fara bara í 8Cyl. og það var mikið pælt og hugsað um LS1 og 6gíra en síðan datt ég niður á 4.6 Cobru dótið sem var til sölu hérna um daginn og keypti það.
Það er semsagt planið hjá mér að setja ofaní Vollann Ford 4.6 32ventla V8 ál mótor með Cobru milliheddi, BBK throttlebody, shorty flækjum og eithvað af dóti, aftaná þetta kemur síðan Tremec 3650 5gíra kassi sem er sagður úr 2001 Cobru og þarna á milli Centerforce kúpling.
Smellum 2 myndum af bílnum