Þetta er eitt af því sem er verst við að vera í stjórn. Spáin var tæp, en leit samt út í gær eins og þetta gæti hugsanlega sloppið. Ef þeir hefðu frestað keppni hefðu margir hér orðið snargeðveikir í skapinu ef það hefði ekki byrjað að rigna fyrr en 15-17 eins og þetta leit út á tímabili í gær.
Svo það í raun skipti engu máli hvað stjórn sagði, hvort keppni var frestað eða ekki, það hefði hvort eð er einhver orðið pirraður og drullað yfir stjórn
Það var mikil pressa á stjórn að reyna að halda þessa keppni því það er sandur næstu helgi og önnur keppni eftir 2 vikur. Svo kemur verslunamanna helgi og keppni 5 eftir það.
Það er nú þegar búið að fresta fyrstu keppni vegna framkvæmda svo í dag er staðan þannig að það eru 2 keppnir sem verður ekki búið að geta haldið um miðjan Ágúst. Svo auðvitað skipti gríðarlegu máli að reyna eins og hægt var að halda þessa keppni.
Anyhow, á svona stundum er ég feginn að vera ekki lengur í stjórn og þurfa að hlusta á svona rugl