Var svona aðeins að spá í því í vinnunni í nótt hvort það væri einhver stemming fyrir því að menn, jú og konur myndu hittast að kvöldi kjeppnisdags og fá sér nokkrar ölkollur?
Minntist á þetta við vertinn minn áðan og honum leist alls ekki illa á þetta, og hver veit nema hann gefi okkur góð kjör ef við mætum nógu mörg.
Ég ætla allvegana að setja þetta inn sem smá tilraun sem gæti þá jafnvel orðið fastur liður ef vel tekst til.
Um er að ræða skemmtistaðinn/sportbarinn/barinn Klúbbinn(frv.Tropical, Champions) sem stendur við Gullinbrú(síðasta hús á hægri hönd áður en ekið er yfir gullinbrúnna úr suðri) . Opið fram til 03:00 og yfirleitt frekar rólegt, þannig að við gætum þannig séð haft staðinn út af fyrir okkur. Aldurstakmarkið er 20 ára(upp á dag) og þætti mér hyggilegt að mæting byrjaði svona eitthvað uppúr 21 - 21.30.
Endilega sameinumst öll um að gera góðan dag enn betri og látum sjá okkur.
Með von um góðar undirtektir og þátttöku
Arnar B. Jónsson "Ræsir" (sumsé gaurinn sem heldur á takkanum og er með barta)
"Vonast til að sjá sem flesta"
Afsakið stuttan fyrirvara, en stundum fær maður bara góðar hugmyndir á undarlegum tímum.
Ef fólk hefur einhverjar spurningar þá er síminn hjá mér 6947067, og auðskiljanlega næst ekki í mig á meðan kjeppni stendur