Author Topic: Keppnishald - hugmyndir  (Read 3710 times)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Keppnishald - hugmyndir
« on: June 29, 2008, 13:53:05 »
Ég ætla byrja á því að þakka fyrir fyrstu keppnina.

Ég geri mér grein fyrir því að það var slatti af undirbúning sem að var á fáum höndum og þar af leiðandi þá gekk þessi keppni kannski ekki sem best skildi sem og fleiri hlutir eins og olía, ryk og kuldi.

Aftur á móti þá er verið að keyra nokkurn veginn á sama skipulagi og var verið að gera í fyrra.

Æfingar og tímatökur fara fram með frjálsum hætti, hjólin bíða uppi, of/gf fara framhjá röðinni og aðrir bíða í röð.
Það hefur gerst nokkrum sinnum sem ég man eftir að röðin hefur voða lítið gengið og t.d. í tímatökum þá hafa sumir bílar eingöngu náð 1 runni á meðan að mar horfir á of/gf og hjól fara 2-4 tímatöku run, og svo sér mar jafnvel menn rífast yfir því að hafa bara tekið 2 tímatöku run eins og ég varð vitni af í gær.

Ég er þeirrar skoðunar að það ætti að keyra 1 flokk í einu í gegnum tímatökur og það fái allir jafn mörg run í tímatökur, með þessu móti fengju allir jafnan sjéns á því að taka góða tíma í tímatökum, minna heatsoak á bílum ofl ofl.

Svo langar mig líka að benda á það að það hlýtur að vera hægt að skilja eftir op í vatninu þannig að awd bílarnir geti keyrt framhjá vatninu, eða bara einfaldlega allir bílar sem eru á götudekkjum, mér sýndist líka í dag að þegar að of/gf bílarnir komu að þá voru menn sem voru að aðstoða þá að hella vatni niður þar sem þeir stóðu og oft vel rúmlega, en endilega leiðréttið mig með þetta ef ég hef rangt fyrir mér.

En og aftur þá geri ég mér grein fyrir að það vantar staff og þetta er ekki vel launað starf, bara spurning hvort það sé hægt að finna leiðir til að gera hlutina betri.

kv
Gummi
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #1 on: June 29, 2008, 14:20:24 »
Sammála þessu öllu. Það þarf að vera hægt að keyra inn á brautina án þess að fara í gegnum vatnið og það þyrfti að hafa betri stjórn á þessum tímatökuferðum. Það er bara svo ofboðsleg vinna að halda utanum tímatökurnar eins og við erum að gera þetta. Þarf líka að haga merkingum á keppendum betur, oft óskýrar merkingar sem hafa valdið ruglingi í uppröðun.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #2 on: June 29, 2008, 14:56:39 »
Já einmitt, heyrði að það hefði verið erfitt að sjá hvaða hjól voru að keyra t.d.

kv
Gummi

Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #3 on: June 29, 2008, 15:04:23 »
Sammála.  Leiðinlegt hve mikið þetta dróst.

Væri ekki vitlaust eins og þú segir að flokkarnir taki tímatökur eftir flokkum.  Erfitt að hafa yfirsýn yfir það hvort allir hafi tekið tíma og hve marga þegar þetta er keyrt svona í bland.
Svolítið spes að sjá "götubíla" stinga sér framfyrir röðina alla aftur og aftur til að taka tíma því þeirra bílar eru of slappir til að bíða í röð.  Hélt að það væri eitthvað sem götubílar ættu að geta.  En jújú, það má vera að þeir ráði ekki við það, þá er það annað mál.  Hreinlega að fara upp og bíða, fara á eftir þeim sem var aftastur þegar keyrt var upp rampinn.  Ekki troðast fyrir framan alla.

En svo kom upp önnur hugmynd til að flýta fyrir.  Sleppa æfingarferðum.  Bara beint í tímatökur.  Spurning hvort 1 æfingarferð á mann fyrir tímatökur sé ekki í lagi.  En þetta tekur bara allt of langan tíma.
Miðum við götuspyrnuna á Akureyri.  Frá því að fyrsti bíll ók út á braut og þar til síðustu úrslitaferð var lokið liðu 3-3,5 tímar..  með tímatökum og öllu og það voru fleiri bílar en í gær   :oops:

Við þurfum klárlega að skipuleggja okkur betur.  Þetta er hægt, og tekst vonandi að gera þetta hraðar fyrir sig næst :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #4 on: June 29, 2008, 15:24:48 »
Já spurning hvort að æfingarferðirnar séu ekki bara of margar eins og þú segir.

Það væri jafnvel hægt að gera þetta þannig að þetta sé bara æfingar/tímatökur fyrir hvern flokk, og fyrsta ferð af t.d. 3 eða 4 ferðum sé æfing  eða bara hafa 4 tímatöku ferðir og engar æfingar.

Og eftir það þá sé farið í keppni, einnig þá ætti að vera hægt að raða þeim flokk sem að tók fyrst tímatökur í keppni meðan að aðrir eru að keyra og svo koll af kolli.

kv
Gummi

Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #5 on: June 29, 2008, 18:45:10 »
Hæ. Það þurfa líka allir að mæta á réttum tíma og skráningu sé lokið á auglýstum tíma. Gera þarf skráningu einfaldari. Það gengur ekki að skrá á æfingu deginum áður og láta hana gilda fyrir keppnisdag daginn eftir.

Kl 9 pittur opnar og menn geta tekið æfinga rönn fram að tíma tökum.

Kl 10 pittur lokar - tímatökur hefjast og taka þann tíma sem þarf.

Sú eiða sem myndast eftir tímatökur geta menn notað til æfinga.

Keppni hefst KL ? - á réttum tíma - algjörlega nauðsynlegt.

Sé verið að vinna í niðurröðun í stjórnstöð eftir tímatökur er nauðsynlegt að eitthvað sé að gerast á brautinn á meðan - þennan tíma vill ég nota fyrir æfingar.

Menn verða að vera klárir á því þegar keppni hefst að vera tilbúnir að koma á ráslínu,þeir sem ekki mæta á ráslínu eru úr leik.

Það verður að gera samband keppnisstjóra og keppenda miklu betra - þegar búið er að raða niður eftir tímatökur verður að prenta það út og hengja upp niður í pitt fyrir keppendur. Þar sjá menn hvernig röðin er og í hvern þeir fara fyrst - þá ætti þetta að vera farið að rúlla.Menn eiga ekki að treysta á að þeir séu sóttir niður í pitt eða í sjoppuna þegar keppni er hafin.

Ræsir og burnoutið verður að ganga betur, þeir eiga ekki að standa í því að forgangsraða í burnoutið. Þegar tæki eru á ráslínu eiga næstu tæki að vera byrjuð í burnout og komin á ráslínu þegar tækin á undan yfirgefa brautina - sem sagt tæki  að starta og næstu að koma inná burnoutið. Þetta er síðan brotið upp meðvitað af keppnisstjórn öðru hvoru með Of  og GF tækjum. Önnur tæki eiga ekki að þurfa spes meðferð umfram önnur samkvæmt reglum.

Það verður alltaf eitthvað að vera gera á brautinni fyrir áhorfendur, þegar keppnistjórn er að vinna og keppni liggur niðri eigum við að vera með opið fyrir þá sem vilja æfa eða einhvern sem vill kveikja í dekkjum eða hvað eina sem mönnum dettur í hug.

Ljósin verða að vera komin upp kl 9 á keppnidag. Sé æfing deginum áður er ekki nauðsynlegt að taka þau niður yfir nóttina , við bara vöktum dótið með Securitas eina nótt.

Fyrir þessa keppni voru sömu strákar að græja ljósaskiltin kl 03 um nóttin fyrir keppni - taka niður ljósin eftir æfingu  - skrá keppendur - og mættir kl 09 daginn eftir og keyrðu keppnina. þeir stóðu sig vel.

Segir sá sem ...........................

mbk Harry Þór


















1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #6 on: June 29, 2008, 22:52:47 »
Ég vil samt segja en og aftur takk fyrir dagin, ég er ekki að rífa niður starfið sem unnið er, ég geri mér fulla grein fyrir því álagi sem lyggur á stjórnendum og starfsfólki keppninar, Þess vegna legg ég þetta fram sem hugmyndir sem ég vona að minki álagið á ykkur og geri okkur öllum þetta auðveldara og þægilegra á allan hátt.


Hugmynd að framkvæmd.

1 skráningu líkur í síðasta lagi kl: ?? fimmtudagskvöld. Þyrfti líka að vera þannig að maður greiðir um leið annars er maður ekki skráður. (Þá er tími til að raða niður í flokka og gefa keppnisnúmer)

2. Keppendur fara í skoðun til skoðunnarmans sem er staddur inan við hliðið  (þar sem hjólin eru oftast)  með lista keppanda og keppnisnúmer þá er merkt við hvejir eru mættir.  (skoðunnarmaður á ekki að þurfa að eltast við keppendur, veit að of þurfa viktun þannig að ég skil vel að þeir þurfa undanþágu frá þessu) 

Keppendur afhenda skoðunnarmanni þau gögn sem þarf Þeas þáttökuyfirlýsingu og sýna tryggingarviðauka og allt það.
Keppendur fá skoðun og númer ef allt er í lagi.
 

3. Keppendur sem mæta eftir að pitt lokar er einfaldlega vísað frá keppni og keppnisgjald er óendurkræft.

4. Ökutæki sem eru ekki að keppa er ekki leyft að fara niður í pitt nema dráttarbílum. ( margir bílar þar síðast sem höfðu ekkert þar að gera)

5. Öll vafaatriði eru í höndum eins aðila sem hægt er að vísa á.


Það var minst á að hjólin væru að fara oft, persónulega beið ég í meira en 1 klst á hjólinu til að taka tímatökurun, en sá sem stjórnaði bannaði mér alltaf að fara og valdi önnur hjól og bíla sem voru búnir að vera mun styttra en ég að bíða.
Svo fyrir þá sem ekki vita þá geta hjólin heldur ekki beðið í röðinni í gangi, þau hitna ansi fljótt, auk þess sem það er ekki gott að vera með 170+kg í fanginu í brekkunni.

Ef listi keppanda og keppnisnúmer er tilbúin er líka hægt að stjórna betur hverjir eru búnir með æfingarun sem líklegast 1-2 er nó fyrir tímatökur. Bara merkja við!

Það sama á við um tímatökur bara merkja við og vísa mönnum svo frá.
Þegar tímatökum er lokið og niðurröðun er í gangi uppi í turni geta þeir sem vilja stytt áhorfendum sem eru mættir stundirnar og keyrt æfingar.

Ég er sammála þeirri hugmynd að prenta út niðurröðunina, spurning hvort það sé hægt? henda upp blaði einthverstaðar svo maður viti svona ca hvenær maður geti styrkt sjoppuna nú eða hlaupið á klóið það var vont að bíða í 2 tíma síðast :-#
« Last Edit: June 29, 2008, 22:57:45 by Hera »
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #7 on: June 29, 2008, 23:17:31 »
Ég er algjörlega sammála með þessa punkta varðandi skráningu, skoðunina og að tímar þurfi að standast.
Einnig þá finnst mér að öll önnur ökutæki nema þau sem að eru að keppa eigi að vera annarsstaðar en í pittinum, það var erfitt á tímabili að finna stæði niður í pitt síðast.
Er eitthvað að því að dráttarbílar fari upp á stæði eftir að þeir eru búnir að koma keppnistækjunum niður í pitt ?

Varðandi það að hjólin hafi farið oft að þá var ég sjálfur að bíða sem annar bíll í röðinni og beið þar í langann tíma.
Á meðan þá fóru OF, GF, SE og svo c.a. 20 hjól, allt þetta á meðan að röðin hreyfðist ekki um 1 bíl.
Mér skildist svo eftir á að það hefðu oft verið sömu hjólin að fara aftur og aftur, það finnst mér að skráist á það að það er engin röð á hjólunum.
Er ekki nauðsynlegt að það sé röð á hjólunum líka ? Sem á einnig við um almennar æfingar ?
T.d. að röðin fyrir hjólin sé á einum stað .. og þau hjól sem eru ekki í röðinni séu ekki á sama stað ?
Ef öll hjólin eru á sama stað þá skapar það rugling líka.

Það kom einn góður maður með hugmynd um að hjólin settu merki á þann bíl sem þau væru fyrir aftan í röðinni, hvort sem það virkar eða ekki þá er nokkuð ljóst að það þarf að hugsa út eitthvað kerfi á þetta fyrirkomulag.

Annað sem að ég vil líka benda á með bílana er að þeir hitna líka ansi fljótt í röðinni og svo hefur þetta alls ekki jákvæð áhrif á kúplingar ofl ofl,
En ég skil þetta með þyngdina en engu að síður þá er alveg á tæru að þetta fyrirkomulag sem að er notað í dag er alls ekki að ganga upp.


Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #8 on: June 29, 2008, 23:51:41 »
mér persónulega finnst að hvert keppnistæki megi hafa ein bíl með sér niður í pitt, það þarf að hafa þjónustubíl : ) En ef keppendur sjálfir eru farnir að fylla í pittinn þá verður að skoða málin
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #9 on: June 30, 2008, 12:11:56 »
Það eru nú ekki margir sem þurfa auka bíl með sér niður í pitt..  Það eru OF og kannski GF..  Aðrir eiga að vera í góðum málum.  Ekkert mál að fara með það sem til þarf niður í pitt og koma svo bílnum yfir.  Það er einfaldlega ekki pláss fyrir einn aukabíl fyrir hvert keppnistæki..
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline stefth

  • In the pit
  • **
  • Posts: 95
    • View Profile
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #10 on: June 30, 2008, 15:32:13 »
Sælir og takk fyrir síðast,
Sammála ykkur um að banna mönnum að vera með bíla í pittnum sem hafa ekkert að gera þar. OF og eflaust flestir GF bílar þurfa einn bíl með sér (þurfa að hlaða geymana o.fl.). Þetta var ekkert vandamál hérna áður, en nú  er tíðin önnur og allt fullt í pittnum. Einnig vil ég minna ykkur á fyrir næstu keppni að OF bílar þurfa að fá kælitíma á milli ferða þegar keppni er hafin.
Kveðja, Stebbi

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #11 on: June 30, 2008, 22:14:20 »
Að koma fyrir þjónustubílum með keppnisbílunum er alls ekki eins mikið mál og menn halda.  Þeim þjónustubílum, sem ekki þurfa að gefa stuð, er einfaldlega hægt að leggja í hraunið við planbrúnina í sömu stefnu og keppnisbíllinn.  Þetta má gera við stóran hluta stæðanna á STÍGSplani.  Fram að þessu hefur þeim yfirleitt verið lagt við hlið keppnisbílanna og teppa þar með stæði sem ætlað er fyrir keppnisbíla.  Mér finnst að allir keppendur eigi rétt á að hafa með sér einn þjónustubíl, þótt hann sé ekki líka stuðbíll einfaldlega vegna þess að langflestir keppendur taka með sér margskonar verkfæri í pittinn, og sum rándýr og við viljum geta geymt þau á öruggum stað á meðan við erum inni á brautinni.  Svo má ekki gleyma nestinu; ég yrði alveg brjálaður ef einhver stæli mínum ráðlagða dagsskammti af Prins Polo og roast beef samlokum að ég tali nú ekki um ef einhver hundanna sem þarna eru á stjái æti þetta gourmet fæði. 
Reyndar eiga hundar ekkert erindi á kvartmílu. Þeir hafa jafnlítið vit á henni og ég hef á hundasýningum og þessir rakkar sem ég hef séð þarna virðast vera að deyja úr leiðindum.

Ragnar

PS:  Sammála mörgu sem hér hefur komið fram, sérstaklega þetta með óhóflegan vatnsaustur á burnoutsvæðinu.  Það þarf alltaf að vera pláss fyrir keppendur sem kæra sig ekki um að spóla í vatni til að aka fram hjá pollunum.  En... ég er viss um að keppnishaldið á bara eftir að batna og að fleiri með eiga eftir að falla....
« Last Edit: June 30, 2008, 22:16:04 by 1966 Charger »
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #12 on: June 30, 2008, 23:37:25 »
Sælir drengir,
Ég mæli með að hafa vatnspollana fjóra,sem sagt tvo á hverri akrein og hafa þá eins og einn og hálfann meter á lengd,
þannig geta bílar á slikkum keyrt í gegnum pollana og bleytt allann slikkann og tekið burnout fyrir aftan pollinn en ekki í
honum því þannig á að taka burnout en ekki í pollinum, og þá keyra menn nær startinu og taka burnout vel fram yfir tré til að leggja niður fyrir sig gúmmí.

Svona komast radial bílarnir og hjólin leikandi þurrir á milli polla.

Carry on.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Ravenwing

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 164
    • View Profile
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #13 on: July 01, 2008, 02:08:54 »
Sælir.

Það var nú reyndar tvennt sem þarna háði okkur með vatnið, annarsvegar var það þegar aðstoðarmenn hinna og þessara fóru að grípa vatnið og sulla í magni á brautina og svo hitt sem alveg var óviðráðanlegt og það var vindurinn sem sullaði vatninu yfir brautina og skemmdi þar með bilið sem við höfðum reynt að halda fyrir einmitt 4x4 bílana og hjólin, svo það má alveg spara aðeins "ég veit betur" ráðin þar sem við sem þarna vorum gerðum okkar besta, auðvitað vissu ekki allir af þessu með 4x4 bílana en það sem mestu olli því að bilið varð að ekki neinu þarna seinnipartinn var einmitt það að of mikið af vatni var sullað í einu og svo vindurinn sem feikti því yfir bilið sem við reyndum að halda.

Vil ég koma með þá tillögu að aðstoðarmenn láti vatn vera og verkfæri burnout crewsins, eins að þeir megi leiðbeina sínum mönnum með uppstillingu en séu ekki hafa afskipti af starfi þeirra sem vinna þarna á vegum KK. Erum allir að vinna að því að bæta sportið og gera það bæði skemmtilegra og flottara og við sem starfsmenn erum að vinna hlutlaust fyrir alla, ekki fyrir einn og gegn öðrum einsog einn aðili vildi halda fram.

Erum flestir ef ekki allir sem þarna vorum að koma inn sem starfsmenn í kvartmílum í fyrsta skipti og verðum jú að fá smá svigrúm til að læra þetta, græðir enginn á því að hrekja menn í burtu eftir eina keppni og það að reyna að draga gamla staffara að er bara gott og gerir starfið vonandi betra, en spurningin er hvort viðkomandi séu ekki bara orðnir þreyttir á þessu og vilji smá pásu? slíkt vill gerast í flest öllum sjálfboðastörfum.

Uppbyggjandi gagnrýni er ALLTAF velkomin og á að vera það fyrir alla, niðurrif og leiðindi ásamt röfli og ég tala nú ekki um hótanir eiga ekki að líðast, og fyrir mitt leiti munu ekki gera.

Með von um ennþá betri keppnir í framtíðinni.

Halldór K [Bílstjóri á öryggisbíl, starfsmaður í burnoutinu og uppröðuninni]Þessi í sniglapeysunni.
Halldór Kristófer


Never do anything you wouldn't want to explain to the Paramedics.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Keppnishald - hugmyndir
« Reply #14 on: July 01, 2008, 02:54:56 »
Sælir félagar. :)

Það hefur oft verið deilt á vatnsnotkunn í "burnout", en það er alltaf betra að hafa hana of litla heldur en hitt.
Vatnið er aðeins notað sem "smurning" til að gera mönnum auðveldara að koma dekkjunum af stað, og yfirleitt sér maður það erlendis að menn keyra yfir pollinn og taka síðan "burnout".
Það er oft grínast með að vatnið sé til að hjálpa til en ekki til að þvo dekkin, það verði menn að gera annars staðar.

Þið stóðuð ykkur flott. :!:

Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.