Ég vil samt segja en og aftur takk fyrir dagin, ég er ekki að rífa niður starfið sem unnið er, ég geri mér fulla grein fyrir því álagi sem lyggur á stjórnendum og starfsfólki keppninar, Þess vegna legg ég þetta fram sem hugmyndir sem ég vona að minki álagið á ykkur og geri okkur öllum þetta auðveldara og þægilegra á allan hátt.
Hugmynd að framkvæmd.
1 skráningu líkur í síðasta lagi kl: ?? fimmtudagskvöld. Þyrfti líka að vera þannig að maður greiðir um leið annars er maður ekki skráður. (Þá er tími til að raða niður í flokka og gefa keppnisnúmer)
2. Keppendur fara í skoðun til skoðunnarmans sem er staddur inan við hliðið (þar sem hjólin eru oftast) með lista keppanda og keppnisnúmer þá er merkt við hvejir eru mættir. (skoðunnarmaður á ekki að þurfa að eltast við keppendur, veit að of þurfa viktun þannig að ég skil vel að þeir þurfa undanþágu frá þessu)
Keppendur afhenda skoðunnarmanni þau gögn sem þarf Þeas þáttökuyfirlýsingu og sýna tryggingarviðauka og allt það.
Keppendur fá skoðun og númer ef allt er í lagi.
3. Keppendur sem mæta eftir að pitt lokar er einfaldlega vísað frá keppni og keppnisgjald er óendurkræft.
4. Ökutæki sem eru ekki að keppa er ekki leyft að fara niður í pitt nema dráttarbílum. ( margir bílar þar síðast sem höfðu ekkert þar að gera)
5. Öll vafaatriði eru í höndum eins aðila sem hægt er að vísa á.
Það var minst á að hjólin væru að fara oft, persónulega beið ég í meira en 1 klst á hjólinu til að taka tímatökurun, en sá sem stjórnaði bannaði mér alltaf að fara og valdi önnur hjól og bíla sem voru búnir að vera mun styttra en ég að bíða.
Svo fyrir þá sem ekki vita þá geta hjólin heldur ekki beðið í röðinni í gangi, þau hitna ansi fljótt, auk þess sem það er ekki gott að vera með 170+kg í fanginu í brekkunni.
Ef listi keppanda og keppnisnúmer er tilbúin er líka hægt að stjórna betur hverjir eru búnir með æfingarun sem líklegast 1-2 er nó fyrir tímatökur. Bara merkja við!
Það sama á við um tímatökur bara merkja við og vísa mönnum svo frá.
Þegar tímatökum er lokið og niðurröðun er í gangi uppi í turni geta þeir sem vilja stytt áhorfendum sem eru mættir stundirnar og keyrt æfingar.
Ég er sammála þeirri hugmynd að prenta út niðurröðunina, spurning hvort það sé hægt? henda upp blaði einthverstaðar svo maður viti svona ca hvenær maður geti styrkt sjoppuna nú eða hlaupið á klóið það var vont að bíða í 2 tíma síðast