Sælir félagar.
Sæll Anton.
Ég hvet þig til að gera það.
Átti samtal um þetta við Ragnar S, sem var þáverandi stjórnarmaður BA, en hann gat ekki staðfest þetta.
Bæði Guðmundur Kjartansson og Örvar Sigurðsson, þá verandi formaður KK hafa neitað þessu og sagt að sýningar KK 1978 og 1979 hafi alfarið borgað fyrir brautina.
En finndu skjölin og við skulum kveða þennan draug niður.
Það breytir því samt ekki að félagar í BA
ERU jafn réttháir KK félögum hvað varðar æfinga og keppnisgjöld, það eru til aðalfundasamþykktir af aðalfundum beggja félaga um það.
Þó að það séu nýir menn í stjórn KK þá breytir það ekki þeirri staðreynd að allir eiga að njóta vafans!
Hins vegar ef að einhver hefur verið gerður brottrækur úr öðrum hverjum klúbbnum, á hinn sami EKKI rétt á að keppa á brautinni þar sem viðkomandi er þá í keppnisbanni hjá viðkomandi klúbb.
Slíkt bann skal þó alltaf vera tímabundið nema að kveðið sé á um annað.