Á staðnum verða legupressa, súluborvél, smergel, skrúfstykki, hamrar og sleggjur endurgjaldslaust. Til leigu verða bremsuviðgerðarsett, hjólalegutoppar, slípirokkar, verkfærasett, sagir, handborvélar, loftverkfæri, rafsuður, gastæki, stórir toppar, stórir lyklar, bílalyfta og fleira svo er stefnan tekin á að hafa rennibekk og fleira þegar fram líða stundir, allt snýst þetta um hvort eftirspurnin sé næg. Gjaldskráin er byggð á fyrstu hugmyndum, félagsmenn ferðaklúbbsins fá eflaust einhvern afslátt af gjaldskrá. Hugmyndin er að semja við N1, Stillingu og fleiri að menn geti pantað varahlutina og fengið þá senda á staðinn svo að allt sé á staðnum þegar menn eru mættir í hasarinn. Þetta er allt á teikniborðinu ennþá en það verður keyrt á þetta líklega innan nokkura daga ef áhuginn er til staðar. Kv. Anton