Author Topic: Bílaþjónusta/aðstaða til viðgerða......viðhorfskönnun  (Read 4546 times)

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Langar að vita hvort menn hafi áhuga á að komast í aðstöðu til viðgerða, þrifa eða hvað svo sem menn vilja gera við sitt farartæki, þá bara minniháttar lakkvinnu/blettun. Er að kanna hvort það séu forsendur til að bjóða þessa þjónustu í góðu húsnæði með mikla lofthæð en engar liftur allavegana til að byrja með. Opnunartíminn væri frá c.a 11-23 og verðið væri 14.000 fyrir heilan dag og 7 fyrir hálfan dag, 2500 fyrir klukkutímann. Menn kæmu sjálfir með verkfæri en einhver verkfæraleiga væri til staðar gegn vægu gjaldi sem og sala efna og varahluta. Gott væri að heyra hvort menn hefðu áhuga á þessari þjónustu. Kv. Anton

Offline JHR

  • In the pit
  • **
  • Posts: 79
    • View Profile
Re: Bílaþjónusta/aðstaða til viðgerða......viðhorfskönnun
« Reply #1 on: June 11, 2008, 00:34:00 »
já ég held að það sé alveg markaður fyrir þetta. fullt af fólki sem hefur ekki aðstöðu til að gera við bílana sína sjálft og fer þessvegna með þá á verkstæði og borgar fleiri tugi þúsunda fyrir.
passat 1997 (seldur)
chrysler sebring 2001 (til sölu)
jeep cherokee 1988 (seldur)
toyota corolla 1987-88 (Dáin)
Renault mégane 1996
Renault mégane 1997
peugeot 205 1,9 gti 1988 (í vinnslu)

Jakob Hjörtur Ragnarsson

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Bílaþjónusta/aðstaða til viðgerða......viðhorfskönnun
« Reply #2 on: June 11, 2008, 08:04:38 »
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Bílaþjónusta/aðstaða til viðgerða......viðhorfskönnun
« Reply #3 on: June 13, 2008, 00:09:33 »
Á staðnum verða legupressa, súluborvél, smergel, skrúfstykki, hamrar og sleggjur endurgjaldslaust. Til leigu verða bremsuviðgerðarsett, hjólalegutoppar, slípirokkar, verkfærasett, sagir, handborvélar, loftverkfæri, rafsuður, gastæki, stórir toppar, stórir lyklar, bílalyfta og fleira svo er stefnan tekin á að hafa rennibekk og fleira þegar fram líða stundir, allt snýst þetta um hvort eftirspurnin sé næg. Gjaldskráin er byggð á fyrstu hugmyndum, félagsmenn ferðaklúbbsins fá eflaust einhvern afslátt af gjaldskrá. Hugmyndin er að semja við N1, Stillingu og fleiri að menn geti pantað varahlutina og fengið þá senda á staðinn svo að allt sé á staðnum þegar menn eru mættir í hasarinn. Þetta er allt á teikniborðinu ennþá en það verður keyrt á þetta líklega innan nokkura daga ef áhuginn er til staðar. Kv. Anton

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Bílaþjónusta/aðstaða til viðgerða......viðhorfskönnun
« Reply #4 on: June 20, 2008, 23:28:02 »
ÞÁ ER ÞETTA AÐ MÓTAST.
Það er verið að vinna í því að fá lyftu, til að byrja með eina, svo verður skoða hvernig eftirspurnin er hvort það séu forsendur til að bæta við það eitthvað. Þjónustan opnar líkast til um mánaðarmótin og þá geta getspakir menn komist að því hvort forsendur fyrir svona þjónustu eru til staðar eða ekki. Það er verið að kanna með rennibekk fyrir bremsudiska sem og venjulegan rennibekk. Þessi tæki eru eðlilega  verkfæri sem starfsmaður þjónustunar vinnur einn á nema menn hafi mentun og reynslu til vinnu á svoleiðis verkfæri. Einn var að benda mér á að á Bens verkstæði væri tíminn kominn upp í 22.000 kr svo við bjóðum Bens eigendur hjartanlega velkomna á tímum sparnaðar ;)
Verð per klst verður líklega eitthvað lægra en var lagt upp með til að byrja með, eitthvað innan við 2000 kr en 7.000 kr fyrir hálfan dag og 14.000 kr fyrir heilan dag verður samt áfram, 1000 kr verða gjald fyrir bílastæði (úti) hvern sólarhring. Verið er að skoða hvaða olíur og efnavörur verða til sölu á staðnum en það ætti að vera gott úrval sem duga ætti flestum. Gos og eitthvað orkugefandi slikkerí verður einnig til sölu, ekki má gleyma að 10-11 er með opið allan sólarhringinn í röltfæri frá.
Á staðnum er ágæt kaffistofa 2 klósett og sturtuaðstaða ef menn vilja skola af sér eftir átökin. Skammtíma geymsla er að staðnum fyrir hluti sem eru hafðir í læstu rými, herbergi sem aðeins er farið inn í með starfsmanni. Verður gjaldið líklega 500 kr fyrir lítið rými og 1000 kr fyrir stórt rými á sólarhring. Ath. það er þjófavarnar, rakavarna og eldvarnarkerfi í öllum rýmum svo að þetta á að vera vel varið.
Verkfæra gjaldið er ekki klárt en ef góðir samningar nást í innkaupum á verkfærum verður þetta vonandi eitthvað sem allir ráða við, sérverkfæri s.s verkfæri til bremsuviðgerða spindil og stýrisendaskipta verða til leigu. ATH aðeins er gert ráð fyrir að 2-3 menn séu í kringum hvern bíl.
Vona að menn og konur finni sig í þessari aðstöðu og getir sparað sér umtalsvert fé með þessari þjónustu. Kv. Anton

Offline bandit79

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 118
    • View Profile
Re: Bílaþjónusta/aðstaða til viðgerða......viðhorfskönnun
« Reply #5 on: June 21, 2008, 12:10:54 »
Biðst fyrirgefningar fyrirfram ... en til að varpa skoðun á þetta þá er þetta frábært framtak og allt það. En þessi verðskrá er út í hött! 1000-1500 á tímann er meira raunverulegt og 7-8000 fyrir daginn. Ef þetta á að kosta 2000kr pr.klst og 14.000,- fyrir daginn þá myndi ég nú vilja fá öll verkfæri með í þeim díl. Og svo þarf líka að vera maður menntaður á þessu sviði til að aðstoða fólk ef maður á að borga svona mikið.

Ekki að reyna að vera leiðindapúki... 

Þetta er frábært framtak....
Helgi Svanur Bjarnason
"Scooter tuning is not a crime!"
Tune-kits og varahlutir fyrir vespur og skellinöðrur minibike@simnet.is

Offline 66 Bronco

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
Re: Bílaþjónusta/aðstaða til viðgerða......viðhorfskönnun
« Reply #6 on: June 21, 2008, 20:29:59 »
Ef þarna verður jafn góð aðstaða og rætt er um nú í upphafi, sem engin ástæða er til að draga í efa, er hér ekki um að ræða háa verðskrá að mínu viti. Við skulum ekki gleyma því að svona batterí þarf jú að reka til að aðstöðulausir geti á annað borð notið góðs af..

Kveðja, Hjörleifur.
10 á toppnum!

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Bílaþjónusta/aðstaða til viðgerða......viðhorfskönnun
« Reply #7 on: June 22, 2008, 19:47:24 »
Það verða ekki allar græjur strax en allt kapp lagt á að gera þetta sem best úr garði gert fljótlega, sjá hver þörfin er og hvaða verkfæri og annað sé best að nota, ekki bara kaupa eitthvað, það þar líklega mest af bremsu, spindla og stýrisenda verkfærum sjá svo hvað menn hafa mesta þörf fyrir.