Sælir herramenn
Er að reyna koma nýjum (notuðum) álfelgum undir frúarbílinn. Boltagötin passa (4x100) en það er rosalega stíft að koma felgunni uppá öxulinn, miðgatið á henni er ca 1mm of þröngt. Ef ég fræsi örlítið uppúr henni smellpassar þetta. Gatið er ca 2,5 tommu vítt og ég er búinn að reyna þjölina, það tókst með 1 felgu en þar sem var svo hart í þessu tík það óratíma.
Nú er spurningin, hvaða öðru verkfæri mælið þið með í að slípa innan úr álfelgu og hvar má fá slíkt apparat?
1000 þakkir
