Jæja það er komið að því. Rall númer 2....
SUÐURNESJARALLVerður haldið dagana 6-7 júní. Leiðirnar sem verða eknar eru t.d Djúpavatnið, Kleifarvatn, Stapinn sem er á milli Njarðvíkur og Voga, Nikkel er fyrir ofan Grænás þar sem skrifstofur lögreglunnar(Flestir vita hvar það er:punch: hehehehe), Og svo er auðvita ekið um höfnina í Keflavík þar sem er allveg tilvalið að skreppa og horfa á. Þar leggur fyrsti bíll af stað kl 20:00 á föstudags kveldið. Og eru eknar 2 umferðir þar
. Svo er auðvita rúsínan í pylsu endanum, Rallycross brautin AKA Akstursbrautin verður ekin á laugardaginn , og er áætlað að fyrsti bíll leggi af stað kl 13:15. Og er góð aðstaða þar til að horfa á bílana þeysast áfram þar. Flykkjumst á þessa staði og styðjum þá sem þið þekkið eða eru ykkur mest spennandi áhöfn....
Þetta er ekki eins og í leikhúsi.... Myndavélar ERU leyfðar og endilega hækkið í símanum ykkar :thumbr:
Í síðasta rally unnu þeir Sigurður Bragi og Ísak, á EVO, rallið. Eftir að hafa verið í baráttu við Jón og Borgar, á EVO, sem duttu út á Lyngdalsheiðinni eftir að gírkassi gaf sig. Og varð Pétur "bakari" og Heimir, einnig á EVO, í öðrusæti. í Jeppa flokki urðu Guðmundur og Ingimar, á Pajero, í fyrsta sæti og í 1600 og 2000 flokkum varð Henning og Gylfi, á Corollu 86, sigurvegarar. Og áttu þeir í baráttu við bræðurna Gunnar og Jóhann Hafsteinssyni sem lentu í því að sprengja dekk og töpuðu 11 mín á því á Lyngdalsheiðinni.
Nokkrir nýjir og skemmtilegar áhafnir voru mættar eftir langa fjarveru eins og Marian og Jón þór á Evo sem lentu í þriðja sæti, Ólafur Ingi og Sigurður á Corollu 86 og lentu þeir í 3 sæti á 1600 og 2000 flokki. Ný áhöfn á Corollu voru þeir Kjartan og Óli Þór og lentu þeir í 2 sæti í 1600 og 2000 flokki.
Hér að neðan er tímamasterinn fyrir Rallið um helgina.
http://lia.is/skjol/reykjanesrall08.pdf Endilega kíkið á þessa snillinga.
Og munið að hafa ávalt beltin spennt og tökum fíflaskap í umferðinni og færum þá í skemmtun á brautum.
Bkv: Guðmundur Orri Arnarson