Author Topic: Rally nr:2 Suðurnesjarall 6-7 Júní  (Read 2972 times)

Offline Orriboy

  • In the pit
  • **
  • Posts: 61
    • View Profile
    • http://myndir.ekkert.is/Orriboy/
Rally nr:2 Suðurnesjarall 6-7 Júní
« on: June 02, 2008, 19:49:14 »
Jæja það er komið að því.   Rall númer 2....

SUÐURNESJARALL

Verður haldið dagana 6-7 júní.  Leiðirnar sem verða eknar eru t.d Djúpavatnið, Kleifarvatn, Stapinn sem er á milli Njarðvíkur og Voga, Nikkel er fyrir ofan Grænás þar sem skrifstofur lögreglunnar(Flestir vita hvar það er:punch: hehehehe), Og svo er auðvita ekið um höfnina í Keflavík þar sem er allveg tilvalið að skreppa og horfa á.  Þar leggur fyrsti bíll af stað kl 20:00 á föstudags kveldið.  Og eru eknar 2 umferðir þar :D. Svo er auðvita rúsínan í pylsu endanum,  Rallycross brautin AKA Akstursbrautin verður ekin á laugardaginn , og er áætlað að fyrsti bíll leggi af stað kl 13:15.  Og er góð aðstaða þar til að horfa á bílana þeysast áfram þar.  Flykkjumst á þessa staði og styðjum þá sem þið þekkið eða eru ykkur mest spennandi áhöfn....  :D

Þetta er ekki eins og í leikhúsi....  Myndavélar ERU leyfðar og endilega hækkið í  símanum ykkar :thumbr:

Í síðasta rally unnu þeir Sigurður Bragi og Ísak, á EVO, rallið. Eftir að hafa verið í baráttu við Jón og Borgar, á EVO, sem duttu út á Lyngdalsheiðinni eftir að gírkassi gaf sig.  Og varð Pétur "bakari" og Heimir, einnig á EVO, í öðrusæti. í Jeppa flokki urðu Guðmundur og Ingimar, á Pajero, í fyrsta sæti og í 1600 og 2000 flokkum varð Henning og Gylfi, á Corollu 86,  sigurvegarar. Og áttu þeir í baráttu við bræðurna Gunnar og Jóhann Hafsteinssyni sem lentu í því að sprengja dekk og töpuðu 11 mín á því á Lyngdalsheiðinni. 

Nokkrir nýjir og skemmtilegar áhafnir voru mættar eftir langa fjarveru eins og Marian og Jón þór á Evo sem lentu í þriðja sæti, Ólafur Ingi og Sigurður á Corollu 86 og lentu þeir í 3 sæti á 1600 og 2000 flokki.  Ný áhöfn á Corollu voru þeir Kjartan og Óli Þór og lentu þeir í 2 sæti í 1600 og 2000 flokki.

Hér að neðan er tímamasterinn fyrir Rallið um helgina. 

http://lia.is/skjol/reykjanesrall08.pdf


Endilega kíkið á þessa snillinga.

Og munið að hafa ávalt beltin spennt og tökum fíflaskap í umferðinni og færum þá í skemmtun á brautum.

Bkv:  Guðmundur Orri Arnarson
Peugeot 205 1,9L Gti Götubíllinn
Renault Clio 1.8L Rally Bíllinn

TEAM SEASTONE
www.teamseastone.blog.is

Offline Orriboy

  • In the pit
  • **
  • Posts: 61
    • View Profile
    • http://myndir.ekkert.is/Orriboy/
Re: Rally nr:2 Suðurnesjarall 6-7 Júní
« Reply #1 on: June 02, 2008, 19:51:34 »
Fleirri upplýsingar inná www.Lia.is
Og þar inná "Spjall"
Peugeot 205 1,9L Gti Götubíllinn
Renault Clio 1.8L Rally Bíllinn

TEAM SEASTONE
www.teamseastone.blog.is

Offline Gabbi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 357
    • View Profile
Re: Rally nr:2 Suðurnesjarall 6-7 Júní
« Reply #2 on: June 02, 2008, 23:10:21 »
nett  verð að fara þarna
Gabríel ''BóBó'' kárason 1996 hvítur
Suzuki ''Ísbjörninn'' Vitara 1997 hvítur (uppgerð)
Renault ''Geimskutlann'' Twingo 1996 svartur (dauður)

Offline Orriboy

  • In the pit
  • **
  • Posts: 61
    • View Profile
    • http://myndir.ekkert.is/Orriboy/
Re: Rally nr:2 Suðurnesjarall 6-7 Júní
« Reply #3 on: June 03, 2008, 17:31:27 »
Skráðir keppendur: Þetta eru 19 áhafnir skráðar í þetta rall.
Grup.N: 9 áhafnir
2000fl.: 2 áhafnir
Nýliðafl.: 5 áhafnir
Jeppafl.: 3 áhafnir


Group.N

Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson á Mitsubishi Lancer EVO VII, Grup.N
Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á MMC Lancer Evo 7, Grup.N
Sigurður Óli Gunnarsson og Elsa K sigurðardóttir á Toyota Celica gt 4, Grup.N
Fylkir A. Jónsson og Elvar S. Jónsson á Subaru Impreza Grúp. N
Pétur Sigurbjörn Pétursson og Heimir Snær Jónsson á Mitsubishi Lancer Evo VI, Grup.N
Páll Harðarsson og Aðalsteinn Símonarsson á Subaru Impreza STI WRC, Grup.N
Jóhannes V. Gunnarsson og Björgvin Benediktsson á Mitshubishi Lancer Evo VII, Grup.N
Marian Sigurðsson og Jón Þór Jónsson á Mitsubishi Lancer Evo V, Grup.N
Valdimar Jon Sveinsson og Ingi Mar Jonsson á subaru impreza, Grup.N

2000 Flokkur

Gunnar Freyr Hafsteinsson og Jóhann Hafsteinn Hafsteinsson á Ford Focus ST 170-R, 2000flokkur
Guðmundur Orri Arnarson og Jakob Þórir Jónsson á Renault Clio 1800 sport, 2000flokkur

Nýliðaflokkur(1600 og undir)

Magnús Þórðarson og Þórður Bragason á Toyota Corolla, Nýliðaflokkur
Kjartan M Kjartansson og Ólafur Þór Ólafsson á Toyota Corolla 1600 GT, Nýliðaflokkur
Henning Ólafsson og Gylfi Guðmundsson á Toyota Corolla, Nýliðaflokkur
Gunnar Ásgeirsson og Bryndís Gunnarsdóttir á Nissan sunny, Nýliðaflokkur
Ólafur Ingi Ólafsson og Sigurður Ragnar Guðlaugsson á Toyota Corolla, Nýliðaflokkur

Jeppaflokkur

Guðmundur S Sigurðsson og Ingimar Loftsson á MMC Pajero, Jeppaflokkur
Reynir Þór Reynisson og Gunnar Stefánsson á Toyota Hilux, Jeppaflokkur
Ásta Sigurðardóttir og Steinunn Gústavsdóttir á jeep grand cherokee, Jeppaflokkur
Peugeot 205 1,9L Gti Götubíllinn
Renault Clio 1.8L Rally Bíllinn

TEAM SEASTONE
www.teamseastone.blog.is

Offline Biggzon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 192
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/biggzon
Re: Rally nr:2 Suðurnesjarall 6-7 Júní
« Reply #4 on: June 09, 2008, 00:13:34 »
Hvað segiru big bro, á ekki að fara keppa á einhverju skemmtilegra en clio :lol: þarf að bjóða þér inní skúr og sjá alvöru bíl :mrgreen: hvernig gekk þér annars ??

kv lil´bro
Birgir Þór Arnarson
MMC Galant 93 Seldur
MMC Galant 89 strípaður í parta
BMW 320i E46 (Seldur)
Nissan 300ZX TT(Í Uppgerð)
www.Fairladyzx.com