Jæja, enn einn vinnudagurinn til að reyna að koma svæðinu í ökuhæft ástand.
Helst þyrfti vinnuvélar til að slétta út vinstra megin við braut
Smíðavinna í kringum pall
Olía á pall aftur, hann drakk vel í sig síðustu olíu
Klára málningarvinnu á húsi, stjórnstöð og fl.
MAYDAY! ÞAÐ VANTAR SMIÐ!!! Það VERÐUR að klára að setja hurðinar í á klósettunum.. Er einhver sem treystir sér í það? Eða getur dregið einhvern smið með sér?
Svo væri ekki verra að fá pípara á svæðið til að skoða málin með vatn inn á húsið þegar það kemur (sem er stutt í) og tengingar við hitakút þar sem við fáum ekki heitt vatn strax.
Svo er ýmislegt annað sem má gera en ég er ekki með allan listann á hreinu..
Ég verð búinn að opna hliðið kl. 9:00