Það þarf MARGT að gera í kringum þetta húsnæði okkar. Og á meðan við bíðum eftir vinnuvélum er ágætt að nýta tímann í að klára það sem þarf að gera á svæðinu. T.d. með þennan vegg. Í fyrra var heilt hús þarna sem er horfið núna. Svo í fyrra var í raun ekki eins mikil þörf á þessum vegg. Við erum að gera ýmislegt til að bæta aðstöðuna okkar og ég skil ekki alveg þessar árásir?
T.d. þarf að moka öllu út í sjoppunni, þetta er ógeðslegt sem þar er núna. Við þurfum að líta vel út útávið. Öðruvísi fáum við ekki peninga í sportið og án peninga gerum við nú lítið. Ekki vorum við til í að standa þarna fjórir og moka þessi nokkur tonn af mold sem voru fyrir svo við gátum lítið í því gert. Það er hellingur sem á eftir að gera.
T.d. þarf að leggja nýja kapla út að 1/8 fyrir skiltin. Það gerist ekki sjálft..
Ef við fáum nóg af staffi er hægt að skipta niður í verk en ef við fáum enga upp á braut er lítið hægt að gera. Eins og gerðist á þessum vinnudegi eins og flestum vinnudögum sem ég hef mætt á. Því miður.
Bærinn er loksins að standa sig og við fengum málningu og olíu á pall þar sem þeir eiga að stórum hluta til að sjá um að viðhald á íþróttamannvirkjum, hvort sem það er fótboltahöll eða kvartmílubraut. Við fengum málningu og olíu svo það er um að gera að nýta það er það ekki?
Sjoppan er næst á dagskrá, hún er langt frá því að vera í lagi. Þar þarf að mála og helst moka þessum ónýtu afgreiðsluborðum út. Þó þér finnist þessir hlutir ekki skipta máli þá skiptir þetta áhorfendur máli. Og það skiptir bara 99% máli, án áhorfenda er þetta nú varla gaman eða hvað?
Við bara hreinlega þurfum að fara að horfa öðruvísi á hlutina. Horfið yfir síðustu ár, hefur svæðið breyst jafn mikið í langan tíma? Pallurinn, moldin, og væntanlegt vonandi nýtt malbik og guardrail út braut o.s.frv...? Við erum að vinna okkar vinnu og gera okkar besta.
Það er mikið búið að væla um þessa hluti og þegar þeir eru gerðir er bara vælt um að það hafi verið að eyða tíma í þessa vitleysu?? Maður er löngu hættur að skilja, en sumir eru bara alltaf í fílu, það verður bara að vera svoleiðis..
kv.
Valbjörn
og já eitt í viðbót, þó það mæti "nóg af mannskap" eins og þú segir á síðasta vinnudag er það bara ekki nóg. Það þarf nóg af mannskap á alla vinnudaga, ekki bara einu sinni