Ekki verður hægt að halda fyrstu keppni á settum tíma vegna framkvæmda á svæðinu. Óljóst er hvort hún verði haldin helgina eftir eða seinna. Keppni tvö er samkvæmt plani sett 28. Júní. Hún ætti að standa. Bara spurning hvort fyrsta keppnin náist fyrir þann tíma eða ekki.
EN, til þess að flýta þessu ferli verður haldinn vinnudagur laugardaginn 31. Maí. Vonandi komast sem flestir því öðruvísi gengur þetta ekki upp.
Einnig frestast æfingar..
En einu langar mig að skjóta fram. Það er svakalega erfitt að vinna fyrir þennan klúbb. Það er endalaust suðað um að það sé ekki nóg gert fyrir okkur og svæðið okkar. Svo þegar við loksins náum þessu í gegn og það á að fara að henda peningum í okkur þá er kvartað og vælt yfir því að það sé verið að gera eitthvað fyrir okkur og við getum ekki keyrt. Við verðum bara að vera þolinmóð. Við erum loksins að fá peninga og getum vonandi farið að malbika brautina þar sem þetta malbik er orðið eitt það elsta á öllu landinu.
Ef það kostar eina keppni að betrumbæta svðið all svakalega, þá er það einfaldlega þess virði. Og þetta er í raun bara frestun, við náum líklega að keyra þessa keppni, bara ekki næstu helgi. Kannski þarnæstu, getum sagt meira til um það á miðvikudagskvöldið eftir fund með bænum.
kv.
Valbjörn