Sælt veri fólkið
Fann loksins video af spyrnunni (reyndar í lélegum gæðum) en engu að síður gaman að sjá þetta !
http://www.youtube.com/watch?v=UISIHsczUMk&feature=relatedVerð að segja fyrir mína parta þá hef ég ekki ekið á betra svæði hér á landi allavega, brautin er
rennislétt hvað malbikið varðar og gripið er gríðarlegt ! Það furðulega við hana engu að síður er
að maður sér í raun aldrei nema ákveðin hluta af henni sökum þess hversu kúpt hún er.
Þetta minnti mann sammt hressilega á það hversu alvarlega það vantar góða akstursbraut hér heima.
Af Ford GT er það að segja að hann batnaði bara með auknum hraða, því down force á þessum
bíl er hreint ótrúlegt og hann gaf þér aldrei séns á að efast hraðaksturseiginleika sína, heldur ók
maður honum af sömu ánæju og öryggi hvort sem farið var ofurhratt eða hægt.
Annars er ekkert nema frábært að aka þessum bíl því hann er í meira lagi spes !
Sigur í spyrnunni var fyrir mér nett óvæntur miðað við miklar yfirlýsingar flugkappans fyrir runnið
þar sem hann taldi það víst að bíllinn ætti aldrei séns !
En annað kom á daginn og eins og ég sagði áður þá er gripið á flugbrautinni margfalt berta en á
t.d startkafla kvartmílubrautarinnar sem varð til þess að startið heppnaðist eins vel og hugsast
getur á bíl sem ekki er búinn spólvörn eða öðrum slíkum hjálparbúnaði.
Enda dekkin líka orðin heit og fín eftir upphitunar runn framm og til baka ! þar sem ég náði t.d
bílnum í mestann hraða á bakaleiðinni 206-7 mílur á mæli, því ég gat snúið við á töluverðri ferð
eftir runnið niðureftir sökum þess hversu breið flugbrautin er ca. 40-50 metrar er mér sagt,
og þurfti því ekki að fara úr kyrrstöðu sem munaði töluverðu í endahraða á bakaleiðinni .
Bið að heilsa ykkur í bili