Author Topic: Kvartmíla ofursportbíls (Ford GT) og flugvélar (Pitts Monster)  (Read 7212 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Stal þessari fréttatilkynningu af Live2Cruize. Gæti orðið áhugavert.  8-)


Quote from: Live2cruize.com
Ford GT og Pitts Monster í einvígi ársins

- Fyrsta kvartmíla ofursportbíls og flugvélar sem fram fer hér á landi

FORD GT og Pitts Monster TFBLU heyja einvígi ársins í fyrstu kvartmílu ofursportbíls og flugvélar, sem fram hefur farið hér á land. Keppnin fer fram á Reykjavíkurflugvelli á Flugdeginum, laugardaginn 24. maí nk.

Tvísýnt um úrslit

Aðdáendur beggja bíða með eftirvæntingu eftir úrslitum, en í báðum tilvikum er um farartæki í fremstu röð að ræða og alls óvíst hvernig leikar fara. Þrátt fyrir að Ford GT eigi vinninginn í hestöflum eða 550 hö á móti 360 hö Pitts Monster, þá býr þessi einshreyfils listflugvél ekki síður yfir mikilli snerpu og lipurð en mótherjinn. Til marks um það er, að vélin er aldrei nefnd annað en Pitts Monster, þó að upprunalega heitið sé Pitts Model 12.

GT gegn Monster

Einvígið fer fram á norður-suðurbraut Reykjavíkuflugvallar. Fyrirkomulag verður í takt við hefðbundna kvartmílukeppni og verða bæði farartæki ræst af stað samtímis. Ökuþór Ford GT verður f.h. Brimborgar Brynjar Smári Þorgeirsson, þaulreyndur kvartmílumaður, en flugvélinni flýgur Björn Thoroddsen, fyrrverandi flugstjóri og eigandi listflugvélarinnar. Ford GT hefur áður att kappi á flugbraut eða þegar Arngrímur Jóhannsson flaug í kapp við ofursportbílinn á Akureyrarflugvelli sumarið 2006, með því að fljúga því sem næst samsíða honum.

Einvígi ársins er liður í dagskrá Flugdagsins sem haldinn verður á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 24. maí og hefst kl. 13:30.

Mynd: Arngrímur Jóhannsson flýgur í kapp við Ford GT á Akureyrarflugvelli sumarið 2006 .




------------- 2 ---------------

Porsche 911 Turbo vs ein öflugasta listflugvél landsins.

Á morgun á flugdögum spyrnir Porsche 911 Turbo á móti einni öflugustu listflugvélinni á landinu.

Porsche bíllinn mun vera klukkutíma á eftir Ford GT bílnum, eða upp úr 14:00

Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/24/sportbillinn_sigradi/

Samkvæmt þessarri frétt fór Fordinn í 207 mílna hraða á þessum 400 metrum  :lol:
Kannski ekki beint það sem Brynjar hefur verið að segja fréttamönnum en þeir hafa misskilið þetta eitthvað :)  líklega bara mesti hraði sem bíllinn fór á en nokkuð örugglega ekki á þessum 400 metrum  :lol:

En töff samt sem áður, svekk að hafa misst af þessu..
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Ég var ekki þarna en veit fyrir víst að þessi kvartmíla var ekki ræst frá kyrrstöðu sem skýrir kannski margt.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Í fyrsta lagi er ég ekki alveg að skilja af hverju það kemur fólki á óvart að Ford GT eða Porche 911 Turbo skuli stinga þessa fötluðu flugvél af, mótorinn í þessari flugmaskínu hefur ekki þróast nokkurn skapaðan hlut frá deginum sem hann var smíðaður ca í kringum 1940. Þetta flugvélayahoo er ennþá með manual mixture stillingu sem ætti nú að skýra ýmislegt ásamt öðru. Og þetta flugvéla þetta og flugvéla hitt varðandi efni á smíði á kvartmílubílum eða öðrum farartækjum sem fólk heldur að sé svarið við öllum hlutum er bara rugl. Ég mundi frekar setja allt mitt traust á bíl sem væri smíðaður eftir ströngustu reglum um smíði á kappakstursbílum heldur en á þessu flugvéladrasli thank you very much.

Höfundur er flugvirki að atvinnu.

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Nonni400, það er nú samt ekki lítill mótor í pittsinum hans Benna (Björn Thoroddsen) veit eitthvað um þessa vél þar sem að stæðsti hlutinn af henni var smíðaður inní skúr hjá afa mínum
Geir Harrysson #805

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Ég er alls ekki að setja eitthvað sérstaklega út á þessa vél eða eigandann sem er náttúrulega flottur kall, og vélin er líka mjög flott og góð fyrir það sem hún er smíðuð í.

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Ég var ekki þarna en veit fyrir víst að þessi kvartmíla var ekki ræst frá kyrrstöðu sem skýrir kannski margt.

Sæll

Þetta er rangt. Bæði tækin, Ford GT og flugvélin, voru ræst úr kyrrstöðu.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/24/sportbillinn_sigradi/

Samkvæmt þessarri frétt fór Fordinn í 207 mílna hraða á þessum 400 metrum  :lol:
Kannski ekki beint það sem Brynjar hefur verið að segja fréttamönnum en þeir hafa misskilið þetta eitthvað :)  líklega bara mesti hraði sem bíllinn fór á en nokkuð örugglega ekki á þessum 400 metrum  :lol:

En töff samt sem áður, svekk að hafa misst af þessu..

Sæll

Í fréttinni segir ekki að Ford GT hafi náð 207 mílum á 400 metrum heldur hafi Fordinn náð 207 mílum á brautinni. Keppnin milli Ford GT og flugvélarinnar var aftur á móti á 400 metra kafla en brautin er mun lengri og ökumaðurinn, Brynjar, sló ekki af strax og hélt því áfram að auka hraðann.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Það var nákvæmlega það sem ég var að reyna að æla út úr mér   :wink:

Bara ekki rétt orðuð frétt eins og svo oft áður hjá mbl og visir :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline ND4SPD

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 123
    • View Profile
Sælt veri fólkið  :wink:

Fann loksins video af spyrnunni (reyndar í lélegum gæðum) en engu að síður gaman að sjá þetta !

http://www.youtube.com/watch?v=UISIHsczUMk&feature=related

Verð að segja fyrir mína parta þá hef ég ekki ekið á betra svæði hér á landi allavega, brautin er
rennislétt hvað malbikið varðar og gripið er gríðarlegt ! Það furðulega við hana engu að síður er
að maður sér í raun aldrei nema ákveðin hluta af henni sökum þess hversu kúpt hún er.
Þetta minnti mann sammt hressilega á það hversu alvarlega það vantar góða akstursbraut hér heima.

Af Ford GT er það að segja að hann batnaði bara með auknum hraða, því down force á þessum
bíl er hreint ótrúlegt og hann gaf þér aldrei séns á að efast hraðaksturseiginleika sína, heldur ók
maður honum af sömu ánæju og öryggi hvort sem farið var ofurhratt eða hægt.
Annars er ekkert nema frábært að aka þessum bíl því hann er í meira lagi spes !

Sigur í spyrnunni var fyrir mér nett óvæntur miðað við miklar yfirlýsingar flugkappans fyrir runnið
þar sem hann taldi það víst að bíllinn ætti aldrei séns !
En annað kom á daginn og eins og ég sagði áður þá er gripið á flugbrautinni margfalt berta en á
t.d startkafla kvartmílubrautarinnar sem varð til þess að startið heppnaðist eins vel og hugsast
getur á bíl sem ekki er búinn spólvörn eða öðrum slíkum hjálparbúnaði.
Enda dekkin líka orðin heit og fín eftir upphitunar runn framm og til baka ! þar sem ég náði t.d
bílnum í mestann hraða á bakaleiðinni 206-7 mílur á mæli, því ég gat snúið við á töluverðri ferð
eftir runnið niðureftir sökum þess hversu breið flugbrautin er ca. 40-50 metrar er mér sagt,
og þurfti því ekki að fara úr kyrrstöðu sem munaði töluverðu í endahraða á bakaleiðinni .

Bið að heilsa ykkur í bili  :mrgreen: 
 
« Last Edit: May 29, 2008, 11:57:06 by ND4SPD »
Mustang er málið !

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Uppgefinn hámarkshraði fyrir þessa flugvél í beinu og láréttu flugi er um 190 mph, þannig að Fordinn yrði aldrei í neinni sérstakri hættu með að tapa, burtséð frá brautarlengd.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Hvernig gekk PORSCHE gegn flugvélinni. Finn hvergi upplýsingar um það.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline CAM71

  • In the pit
  • **
  • Posts: 52
    • View Profile
Ef það hefði ekki verið svona mikill móitvindur þarna þá hefði monster pittsinn haft þetta.

Nonni flugvirki - varðandi manual mixtúruna þá hefur hún ekkert neikvætt með keyrslu á mótornum í þessu raci þar sem vélin er í sömu hæð allan tímann.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
he he he :lol: ef ef ef ](*,)
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Mótvindurinn hefur væntanlega áhrif á bílinn líka  :-"
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Enda sagði ég ekkert um að þetta mixtúrumál hefði neitt með vinnsluna að gera. Var bara að benda á í gamni hvað þessar litlu flugvélar hafa þróast lítið í gegnum árin miðað við bílana.

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Hér eru specs á þessum sorglega mótor í þessari flugvél.

 Vendenyev M14P / M14PF Radial Engine Information
9 cyl air cooled engine
621 cu.in
supercharged
max power, 360 hp@2950rpm
Comp Ratio, 6.3:1
Self leaning carburator
Cost: 30000 USD+

Ef ég mundi senda einhverjum 30000 USD fyrir 620 cu.in supercharged big block motor og fengi mótor til baka sem skilaði 360 hp þá yrði ég alvarlega pissed. þetta eru bara sorglegar tölur.

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Og fyrir þennan Cam71 búðing, þá heitir vélin Pitts Model 12, monster hefur ekkert að gera með þetta.

Offline CAM71

  • In the pit
  • **
  • Posts: 52
    • View Profile
Nonno flugvirki - þú ættir að halda þér við bílaiðnaðinn, hitt er of flókið fyrir þig.

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Re: Kvartmíla ofursportbíls (Ford GT) og flugvélar (Pitts Monster)
« Reply #19 on: June 03, 2008, 15:56:39 »
Ok, ég skal hætta núna, það er bara svo gaman að tala um þessar flugvélar í samanburði við bílana stundum og skapar oft skemmtileg viðbrögð hjá þeim sem eru flugmenn.

En svona fyrst þú minnist á það þá er svona vél nú ekki mjög flókin smíði.