Ég fór með skiptinguna mína á verkstæði á Akranesi fyrir nokkrum árum og hún var tekinn í gegn og var all svakalega góð eftir það. Versta er að ég man ekki hvað verkstæðið hét, ég man að þetta var á kalmannsvöllum eða smiðjuvöllum. Ég fór með hana þangað því ég var búin að heyra að þetta væri besti maður á Íslandi þarna til að gera við sjálfskiptingar sem reyndist vera satt

Kannast einhver við þetta. Til að bæta við þá er ég núna með Econoline með sjálfskiptingu og það er eins og hann sé orðin hálf þungur í akstri. Þegar ég er að krúsa Ártúnsbrekkuna á svona 80 og sleppi inngjöfinni þá hægir bíllin að mér finnst óeðlilega mikið en um leið og ég set hann í hlutlausan þá rennur hann óhindrað áfram. Bendir til að þetta tengist skiptingunni en ekki bremsum eða hjólalegum held ég.
Öll comment eru vel liðin.
PS þetta tengist ekki overdrive!