Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Æfingar?

<< < (2/9) > >>

maggifinn:
ég held að það gæfi sig betur.  hafa brautina opna allar helgar, þe æfingar og keppnir til skiptis.

 kvartmíluþyrstir fá sína útrás mikið á æfingum sem skilar sér ekki í keppnir daginn eftir. ég held að áhorfendafjöldi yrði jafnari ef fólk væri ekki að horfa á æfingu kvöldið fyrir keppni..

 

Heddportun:
Væri allveg til í að borga 1þús fyrir hverja æfingu sem ég mæti á til að borga starfsfólki

Jón Þór Bjarnason:
Það hafa verið hugmyndir að hafa æfingu á fimmtudögum fyrir keppni og þá aðeins fyrir keppendur.
Ekki verður farið í þetta nema keppendur nenni að mæta á þeim dögum.

Heddportun:
Keppendur nenna að mæta en geta það ekki á áhveðnum dögum en það væri snilld að vera með aðskildar æfingar eða æfingu ætlaða keppendum sem væru búnir að skrá sig í keppni

Sunnudagar eru ideal fynnst mér í bæði almennaræfingar og keppnir,það er alltaf lítið um að vera þá svo fólk er ekki vanalega í vinnu og fleiri sem mæta og horfa á

maggifinn:
Það þarf bara að gæta þess að æfingarnar komi ekki í staðinn fyrir keppni.. svona áhorfendalega séð..
 
 spurning um að takmarka áhorfendur eitthvað á æfingum, svo þeir skili sér frekar á keppnir.

 afhverju ætti áhugamaður sem er að kynnast sportinu að borga sig inná keppnir þegar hann getur horft á æfingu frítt?

  þetta er svona pæling..  hvetur kannski líka alla þessa sem æfa en leggja ekki í að keppa að koma þá og keppa líka svo einhver geti nú séð þá, eða eitthvað

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version