Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Æfingar?
Hera:
Ég er til í að borga fyrir æfingar til að greiða staffinu :!:
Einnig held ég að það sé gott að skoða þessi mál vel, margir góðir punktar komið fram eins og horfa frítt á æfingu kvöldið fyrir keppni, til hvers þá að mæta deginum eftir á keppni?
Einnig eins og áður hefur komið fram að hafa æfingar á fimmtudögum fyrir keppendur til að geta lagfært það sem þarf fyrir keppnir.
Einnig fanst mér rosalega flott það sem var gert fyrir síðustu keppni prenta út keppendalista fyrir fólkið en þá lauk skráningu í keppnina á fimmtudegi, ég styð það framtak alveg heilshugar =D>
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Ég segi það sama.
Mér finnst bara eðlilegt að borga fyrir æfingar til að staffið fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Fimmtudags test'n'tune fyrir keppendur hljómar vel, einnig spurning hvort helgi fyrir keppni gæti verið test'n'tune ?
Hvernig er hugmyndin með test'n'tune, yrði það opið fyrir áhorfendur ?
Mér persónulega finnst að það eigi ekki að vera áhorfendur á test'n'tune.
kv
Gummi
Racer:
hvernig væri að fara að auglýsa á helstu bílaspjöllum eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við æfingar og keppnir í sumar?
vitum öll að það þarf helst að snara fólk sem fyrst :D
Jón Þór Bjarnason:
--- Quote from: Racer on May 01, 2008, 19:17:52 ---hvernig væri að fara að auglýsa á helstu bílaspjöllum eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við æfingar og keppnir í sumar?
vitum öll að það þarf helst að snara fólk sem fyrst :D
--- End quote ---
Gjörðu svo vel Davíð. Þú ert sjálfskipaður í þetta verk.
SMJ:
Mig langaði bara að heyra frá forráðamönnum KK hvort það verða æfingar í kvöld, :-({|= föstudag 2. maí?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version