Ok ok, ég held áfram að svara
Ef þú mátt hafa skoðun, þá hlít ég að mega hafa mína skoðun
Endilega skoðaðu þetta
http://www.mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/?fl=0;media_id=16832;play=1Mat þurfum við, matur er nauðsynjavara og við lifum ekki án matar.. Hins vegar er bensín munaðarvara og við getum alveg lifað án bensíns.. Eða allavega minkað við okkur í bensínnotkun.. En hins vegar er ekki auðvelt að minka matarneyslu mikið..
Matvörur hafa hækkað fáránlega undanfarið og það skiptir mun meira máli að ná því niður en bensínverði að mínu mati. Það má kannski fikta eitthvað í þessum vökulögum en ég vil samt ekki að þeir fái að keyra Reykjavík - Akureyri án þess að stoppa.. Ég stoppa á þeirri leið nánast undantekningarlaust svo ég sé ekki hvað er að því að þeir geri slíkt hið sama. En hins vegar skil ég jú að það sé frekar svekkjandi að ÞURFA að stoppa uppi á Holtavörðuheiði því tíminn sé útrunninn.. Ég er alveg tilbúinn að samþykkja að í undantekningartilvikum sé leyfilegt að keyra að næsta stoppustað. Og jú það væri ekki vitlaust af ríkinu að útbúa salernisaðstöðu og fleira fyrir þá á þessum tilteknu stoppistöðum.
En bensínverið fer upp sama hvað við gerum. En jú eins og þú segir er kannski hægt að hægja örlítið á hækkun en ekki mikið..
Tunnan (159 lítrar c.a.) kostaði 8 dollara í Janúar árið 1998
Tunnan (159 lítrar c.a.) kostar 115 dollara 16. Apríl 2008
Miðað við gengi dagsins í dag:
1998 = 604 kr.
2008 = 8.689 kr.
Og olíuverðspámenn segja víst að tunnan muni fara yfir 200 dollara í ár..
Bensín hefur hækkað, Björn Bjarnarson getur lítið gert í því? Hvað nákvæmlega er það sem hann gerði vitlaust? Og hvað á hann að gera?
Toni, þú svarar alltaf svo furðulega, aðallega í því að drulla yfir aðra í stað þess að segja hvað þú meinar