Kvartmílan > Aðstoð
Blöndungur Off Road.
kristján Már:
ég var með holley 600 eða 650 í jeppa hjá mér en ég var alltaf í vandræðum með að ef ég var fara niður eitthvað bratt þá gekk hann ekki en setti edelbrock 600 og þá skipti engu hvaða böðulgangi ég var í alltaf gekk hann en það er líka alveg möguleiki að holleyinn hafi verið eitthvað bilaður en allavega hef ég notað edelbrock í wyllisana hjá mér og gengið vel
Líndal:
Já það er augljóslega úr vöndu að ráða. Flestir þeir sem ég tala um segja Edelbrock glataðan í jeppa sem fer eitthað út af malbikinu. Holley er sagður auka eyðslu. En svo las ég einhverstaðar að Q-Jet tor væri draumur í dós. Það hafa verið Q-Jet í T/A bílunum hjá mér og hefur mér líkað vel við þá. En það var ekki um neinn off road akstur að ræða þar. En mér líst assgoti vel á 470 off road Holley torinn en ég tími ekki að vera kaupa köttinn í sekknum. Frekar set ég í hann Diesel:)
Hér getið séð holleyinn sem ég er að velta fyrir mér.
http://holley.com/applications/CarburetorSelector/0-90470
chewyllys:
Svona Holley blandari með "off road" nálum er alveg skothellt.Þú getur treyst því,og hann eyðir minna vegna þess að bensýnið fer rétta leið í stað þess að skvettast í takt við holurnar.
firebird400:
--- Quote from: "ironman" ---'eg held að preddi sé málið. getur snúið bílnum hvernig sem er og alltaf malar hann.
--- End quote ---
Nei, Predator er ekki málið
Ja ekki nema að þú sért með torfærugrind og nennir að vera alltaf með þetta í höndunum þetta drasl
S-10:
Ég er með Edelbrock 650 cfm á jeppanum mínum og hann gekk flott í hliðarhalla og ójöfnum eftir að ég setti í hann off-road flotnálar í hann, hækkaði flothæðina og lokaði bensín rásinni sem liggur á milli bensínhólfana og ekki sleigið fail púst síðan.. Edelbrock er málið í jeppa þegar það er búið að breita þeim
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version