Kvartmílan > Aðstoð

Blöndungur Off Road.

(1/6) > >>

Líndal:
Sælir félagar. Ég er með bíl sem er reyndar ekkert í ætt við kvartmílu en ég held að hér sé einhver sem getur hjálpað mér. Málið er að ég er með gamlan Range Rover sem er með 4.6L Rover/Buick vél. Og ofan á henni er Edelbrock 1405 tor minnir mig. Allavega er hann 600cfm. Vandamálið er að þegar ég fer að hossast eitthvað á jeppanum þá verður bíllinn eins og trunta, gengur ekki hægagang og þarf að halda honum á svona 1500-2000 snúningum til að hanga í gangi en það er aldrei vandamál að fá hann í gang né þegar maður gefur. En allavega, ég tel þennan blöndung ekki eiga heima þarna í húddinu hjá mér miðað við hvernig hann hagar sér. Ég er búinn að sjá flottann 470 cfm Holley blöndung á Holley síðunni og líst mér assgoti vel á hann. En menn eru að hræða mig mikið að þessir Holley torar séu svoddan klósett og eyðslan fari úr 15-16 út á vegi í 25-30 lágmark. Er eitthvað til í þessu?? er hægt að fá einhver off road kit í Edelbrockinn eða hvað mæla menn með?? Ég er búinn að skoða helling á vefnum en ég er svoddan auli í ensku og tölvumálum að mér verður ekkert ágengt.

Goði:
Ég var með Edelbrock 1406 í jeppanum hjá mér, hann var alveg vonlaus í öllum brekkum og hliðarhalla. Drap alltaf á sér í minnsta halla.
Ég fékk mér Holley 4150 Double-Pumper, sem mér skilst að ekki margir mæli með í jeppa, en hann er miklu betri en Edelbrock blöndungurinn.
Hann var að eyða 25-30 lítrum með Edelbrock, og ég get ekki séð að eyðslan hafi aukist með Holley, ef eitthvað er hefur hún minnkað aðeins.

firebird400:
Það eru til sérstakir jeppablöndungar

http://store.summitracing.com/partdetail.asp?autofilter=1&part=EDL%2D1826&N=700+4294925239+4294839063+4294919007+4294891681+115&autoview=sku

Dodge:
Ég mundi nú mæla frekar með holley en edda allavega.. öll verstu svona
dæmi sem ég þekki eru edelbrock tengd.

Ég er með holley 770 quick fuel mod, var að böðlast uppí fálkafelli fyrir stuttu í hossugangi og látum og þurfti að stoppa reglulega í sanrbrattri brekku en alltaf gekk hann eins og klukka..

ironman:
'eg held að preddi sé málið. getur snúið bílnum hvernig sem er og alltaf malar hann.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version