Ég var með Edelbrock 1406 í jeppanum hjá mér, hann var alveg vonlaus í öllum brekkum og hliðarhalla. Drap alltaf á sér í minnsta halla.
Ég fékk mér Holley 4150 Double-Pumper, sem mér skilst að ekki margir mæli með í jeppa, en hann er miklu betri en Edelbrock blöndungurinn.
Hann var að eyða 25-30 lítrum með Edelbrock, og ég get ekki séð að eyðslan hafi aukist með Holley, ef eitthvað er hefur hún minnkað aðeins.