Author Topic: Blöndungur Off Road.  (Read 8392 times)

Offline Líndal

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
    • View Profile
Blöndungur Off Road.
« on: March 11, 2008, 00:38:07 »
Sælir félagar. Ég er með bíl sem er reyndar ekkert í ætt við kvartmílu en ég held að hér sé einhver sem getur hjálpað mér. Málið er að ég er með gamlan Range Rover sem er með 4.6L Rover/Buick vél. Og ofan á henni er Edelbrock 1405 tor minnir mig. Allavega er hann 600cfm. Vandamálið er að þegar ég fer að hossast eitthvað á jeppanum þá verður bíllinn eins og trunta, gengur ekki hægagang og þarf að halda honum á svona 1500-2000 snúningum til að hanga í gangi en það er aldrei vandamál að fá hann í gang né þegar maður gefur. En allavega, ég tel þennan blöndung ekki eiga heima þarna í húddinu hjá mér miðað við hvernig hann hagar sér. Ég er búinn að sjá flottann 470 cfm Holley blöndung á Holley síðunni og líst mér assgoti vel á hann. En menn eru að hræða mig mikið að þessir Holley torar séu svoddan klósett og eyðslan fari úr 15-16 út á vegi í 25-30 lágmark. Er eitthvað til í þessu?? er hægt að fá einhver off road kit í Edelbrockinn eða hvað mæla menn með?? Ég er búinn að skoða helling á vefnum en ég er svoddan auli í ensku og tölvumálum að mér verður ekkert ágengt.

Offline Goði

  • In the pit
  • **
  • Posts: 60
    • View Profile
Blöndungur Off Road.
« Reply #1 on: March 11, 2008, 12:22:58 »
Ég var með Edelbrock 1406 í jeppanum hjá mér, hann var alveg vonlaus í öllum brekkum og hliðarhalla. Drap alltaf á sér í minnsta halla.
Ég fékk mér Holley 4150 Double-Pumper, sem mér skilst að ekki margir mæli með í jeppa, en hann er miklu betri en Edelbrock blöndungurinn.
Hann var að eyða 25-30 lítrum með Edelbrock, og ég get ekki séð að eyðslan hafi aukist með Holley, ef eitthvað er hefur hún minnkað aðeins.
Héðinn Gilsson
820 5154

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Blöndungur Off Road.
« Reply #3 on: March 11, 2008, 12:32:47 »
Ég mundi nú mæla frekar með holley en edda allavega.. öll verstu svona
dæmi sem ég þekki eru edelbrock tengd.

Ég er með holley 770 quick fuel mod, var að böðlast uppí fálkafelli fyrir stuttu í hossugangi og látum og þurfti að stoppa reglulega í sanrbrattri brekku en alltaf gekk hann eins og klukka..
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline ironman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Blöndungur Off Road.
« Reply #4 on: March 11, 2008, 14:38:19 »
'eg held að preddi sé málið. getur snúið bílnum hvernig sem er og alltaf malar hann.

kristján Már

  • Guest
holley vs. edelbr.
« Reply #5 on: March 11, 2008, 16:16:18 »
ég var með holley 600 eða 650 í jeppa hjá mér en ég var alltaf í vandræðum með að ef ég var fara niður eitthvað bratt þá gekk hann ekki en setti edelbrock 600 og þá skipti engu hvaða böðulgangi ég var í alltaf gekk hann en það er líka alveg möguleiki að holleyinn hafi verið eitthvað bilaður en allavega hef ég notað edelbrock í wyllisana hjá mér og gengið vel

Offline Líndal

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
    • View Profile
Blöndungur Off Road.
« Reply #6 on: March 11, 2008, 19:21:29 »
Já það er augljóslega úr vöndu að ráða. Flestir þeir sem ég tala um segja Edelbrock glataðan í jeppa sem fer eitthað út af malbikinu. Holley er sagður auka eyðslu. En svo las ég einhverstaðar að Q-Jet tor væri draumur í dós. Það hafa verið Q-Jet í T/A bílunum hjá mér og hefur mér líkað vel við þá. En það var ekki um neinn off road akstur að ræða þar. En mér líst assgoti vel á 470 off road Holley torinn en ég tími ekki að vera kaupa köttinn í sekknum. Frekar set ég í hann Diesel:)

Hér getið séð holleyinn sem ég er að velta fyrir mér.
http://holley.com/applications/CarburetorSelector/0-90470

Offline chewyllys

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 132
    • View Profile
Blöndungur Off Road.
« Reply #7 on: March 11, 2008, 22:00:10 »
Svona Holley blandari með "off road" nálum er alveg skothellt.Þú getur treyst því,og hann eyðir minna vegna þess að bensýnið fer rétta leið í stað þess að skvettast í takt við holurnar.
Björn V.   #794
ChevyBenz. 13.36@105 mph.
3525 lbs.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Blöndungur Off Road.
« Reply #8 on: March 11, 2008, 22:43:35 »
Quote from: "ironman"
'eg held að preddi sé málið. getur snúið bílnum hvernig sem er og alltaf malar hann.


Nei, Predator er ekki málið

Ja ekki nema að þú sért með torfærugrind og nennir að vera alltaf með þetta í höndunum þetta drasl
Agnar Áskelsson
6969468

Offline S-10

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 20
    • View Profile
Blöndungur Off Road.
« Reply #9 on: March 19, 2008, 00:00:49 »
Ég er með Edelbrock 650 cfm á jeppanum mínum og hann gekk flott í hliðarhalla og ójöfnum eftir að ég setti í hann off-road flotnálar í hann, hækkaði flothæðina og lokaði  bensín rásinni sem liggur á milli bensínhólfana og ekki sleigið fail púst síðan.. Edelbrock er málið í jeppa þegar það er búið að breita þeim
Jón Hilmar Jónasson

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Blöndungur Off Road.
« Reply #10 on: January 09, 2009, 17:54:04 »
Jæja, hvað segja bændur þá. Er komin einhver niðurstaða í þetta mál, eða er þetta bara eins og Ford vs. GM ](*,)

Er eitthvað vit í að hafa mechanical secondaries í jeppa??
Kristinn Magnússon.

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
Re: Blöndungur Off Road.
« Reply #11 on: January 09, 2009, 22:51:25 »
Kiddi er ekki bara málið að prófa að hækka aðeins flotið í honum? og prófa aftur. Ég er með 650 Edelbrock hjá mer og var með í fyrra. pabbi gamli hækkaði eitthvað í honum flotin og græjaði hann eitthvað og það skiptir engu máli hvernig hann snýr hjá mer nuna hann gengur alltaf. Var einusinni alveg viss um að ég myndi  rúlla honum í hliðarhalla þegar hann hallaði sem mest á heiðinni en alltaf gekk asninn á öllum 8 stimplum. (er með dual plane millihedd)... Amk var hann leiðinlegur og hikstaði og kokaði ef hann hallaði eða þá ef ég stóð hann flatann og hann byrjaði eitthvað að hoppa hjá mer þá fór allt að koka og vera með leiðindi. Ber ekki á neinu eftir að hann var stilltur. KV SYK
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline Tiundin

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 211
    • View Profile
Re: Blöndungur Off Road.
« Reply #12 on: January 10, 2009, 00:19:00 »
Ég myndi byrja eins og þeir segja að endurstilla flotin, og ef það er ekki nóg að jettann upp á nýtt
áður en ég færi að verzla nýann(óhagstætt gengi og svoleiðis).

Ef þú ert ekki viss hvernig á stilla flotin, þá er hér idiot proof video sem útskýrir það.

http://www.edelbrock.com/automotive_new/misc/tech_center/install/dl/Additional_Tuning_PT1._320.wmv
Pontiac
Cadillac


Andri Yngvason S:6975067

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Blöndungur Off Road.
« Reply #13 on: January 10, 2009, 03:15:01 »
Já það er auðvitað hægt að laga þetta allt, bara spurning hvort maður veðjar á Holley eða Carterinn (Edelbrock), ég er með báða...
Kristinn Magnússon.

Offline jeepcj7

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 307
    • View Profile
Re: Blöndungur Off Road.
« Reply #14 on: January 10, 2009, 10:37:18 »
Holleyinn  8-)ekki spurning!
Hrólfur Árni Borgarsson<br />Jeep cj2 ´46. 466  Built ford tough<br />\"There is no substitute for cubic inches\"<

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Blöndungur Off Road.
« Reply #15 on: January 10, 2009, 13:57:06 »
En Hróflur, mér býðst líka Holley 650 double pumper með mekanískum seinni hólfum, er það ekki bara tóm della :lol:
Kristinn Magnússon.

Offline jeepcj7

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 307
    • View Profile
Re: Blöndungur Off Road.
« Reply #16 on: January 10, 2009, 19:11:37 »
Holley double pumper is the way to go. =D>
Palli P er með akkúrat svona blandara algóður.
Ég var og verð með 850 Holley pumpu, mekanískt er málið.
Hrólfur Árni Borgarsson<br />Jeep cj2 ´46. 466  Built ford tough<br />\"There is no substitute for cubic inches\"<

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Blöndungur Off Road.
« Reply #17 on: January 10, 2009, 22:40:52 »
Ég var með Edelbrock 750 Q-jet á 350 í Blazer K5 og hann virkaði alltaf vel í halla (já og öllu öðru ef útí það er farið).
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline S-10

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 20
    • View Profile
Re: Blöndungur Off Road.
« Reply #18 on: January 11, 2009, 12:15:18 »
Það er líka galli við Holley sem er þekkt vandamál í þeim að þegar þú lendir í barði og bíllinn stoppar eða miklum ójöfnum þá átti þeir til með að skvetast bensín upp um öndunnina fyrir bensínhólfin og ofaný portin og mótorinn yfir fillti sig en menn voru að setja slöngur uppá stúttana fyrir öndunina og þetta gerðist síður svoleiðis, síðan lagast þeir líka mikið þegar þú hendir þessum kopar (eyr) flotum úr (því að séð það ske að flotholltin hafa fyltst af bensíni og sökkva) og setja plast flot í þá, og þarafleiðandi eru þau þingri og tifa minna (minkar líkurnar að mótorinn yfirfillisig) þegar það er mikið að gerast,
en af mínu mati er Edelbrock málið, einfaldir og þægilegir og hann virkar flott á jeppanum hjá mér og ég ferðast töluvert á fjöllum  :D 
Jón Hilmar Jónasson

Offline Líndal

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
    • View Profile
Re: Blöndungur Off Road.
« Reply #19 on: January 13, 2009, 23:22:02 »
Ég er amk búinn að redda þessu blöndungsmáli hjá mér,,, ég henti bara í hann Hot Wire inspýtingu af 3.9 efi ´92 Range Rover. Og skifti reyndar út öllu rafkerfi bílsins í leiðinni. Mikið betri gangur, ekkert innsogsvesen og ef ég myndi fylla mótorinn upp í stút af smurolíu þá gæti hann gengið á hvolfi:)