Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
TA GTA - búið að lækka og komin á 18" felgur... NEW PIC 24.maí
snipalip:
Er ekkert að gerast í þessum?
halli325:
já koma með fleiri myndir :lol:
GTA:
Jæja....... þá er best að fara henda inn myndum, mikið búið að gerast síðan á síðustu mynd.
Þegar hann var rifinn að framan kom í ljós að hann hefði fengið á sig tjón á bílstjóra hornið, og verið lagaður svona líka vel =D>
Brettið hafði verið fært út og boruð ný göt í það. Framstuðarinn verið mixaður illa á (tómur að innan), og fullt af skinnum sett í ljósin til að láta þetta
passa svona nokkurnvegin saman. [-X Svo var bíllinn mældur og kom þá í ljós að hann var skakkur að framan.
En.. fór með hann og lét tjakka hann til þannig að hann er réttur í dag :)
Öll göt á stuðara (keypti annan) og bretti passa ljómandi núna.
Núna er búið að mála stuðarann og skelina........ kolsvart :twisted:
Öll sæti og hurðarspjöld nýleðrað svart hjá Auðunni, mæli 100% með honum...... mjög flott.
Er að bíða eftir nýju húddi og skottspoiler að utan ásamt slatta af þéttiköntum, toppklæðningu, teppi og fleiru smádóti.
Hérna koma nokkrar myndir:
Hérna er aðeins verið að snyrta slatta af smá beyglum eftir þetta tjón sem hafði verið lamið í horfið
Þufti að láta sjóða í gluggastykkið....
Byrjað að pússa á fullu
Afturstuðarinn tilbúinn
Og búið að mála skelina
Hendi svo vonandi inn fleiri myndum fljótlega.
kv,
Ágúst.
Belair:
þetta er flot hjá þer hefur gott plás til vinnan , það verður gaman að þennan aftur á götnum
einarak:
Flott flott flott! Þessi verður crasy!
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version