Sælir félagar.
Jæja vondi kallinn mættur aftur.
Svona í fúlustu alvöru!
Þá tek ég aðeins fram að "öll endurbirting" sé ekki leyfð á mínum skrifum.
Það stendur hvergi að ekki megi vitna í þau.
Bara svona fyrir þá sem að ekki vita að þá er hægt að snúa á margann hátt út úr skrifum fólks, og það er búið að gera það við mín skrif oft og mörgum sinnum og tel ég nú mál að linni.
Einnig er það hreint fáránlegt þegar þræðir eru margar síður af endurbirtum póstum og lítið annað.
Til hvers?
Það hljóta allir að vita að það sem þú skrifar hvort sem það er opinbert eða ekki fellur undir höfundarétt, það sama á við um myndir hvort sem það eru ljósamyndir, málverk eða annað.
Það er ekkert athugavert fyrir þá sem að eru mikið í skriftum að hafa sér til halds og trausts lögmann sem getur bent á punkta í þessu sambandi, þar sem höfundaréttalög eru gríðarlegur frumskógur.
Hvað varðar að banna hann félaga okkar DariuZ, þá er ég á móti því eins og með marga aðra sem hafa/hefur staðið til að banna eða hafa jafnvel verið bannaðir á þessu og öðrum spjallborðum.
Ég trúi á skoðanafrelsi og þann rétt til að nýta sér það og það tjáningarfrelsi sem að við búum við, og eins er ég á móti ritskoðun.
Á móti þessu kemur að með tjáningarfrelsi þá tökum við á okkur gríðarlega mikla ábyrgð, og við verðum að standa undir henni.
Lang flestir gera það, en stundum verður mönnum hált á henni og hrasa.
Það er þá sem verður að grípa til einhverra aðgerða.
Það eina sem að er verið að biðja hér um er að menn taki ábyrgð á því sem að þeir eru að skrifa, séu ekki með einhvern persónuníð, eða þaðan af verra, og þá finnst mér að fólk verði að skrifa undir fullu nafni.
Það er ekki öfundsvert hlutverk sem vefstjórinn hefur af því að hugsa um svona spjallborð, vera ritstjóri á því og þurfa síðan að geta með hlutlausum hætti ákveðið hverju á að "henda út".
Ég tek ofan fyrir Valla sem hefur þessa vinnu með höndum.
Ég persónulega hef reynt að hafa kurteisina í fyrirrúmi og ég man ekki eftir því að ég hafi til að mynda verið neitt ókurteis við "DariuZ", þrátt fyrir að mér sjálfum hafi borist all leiðinlegir póstar.
Við skulum einsetja okkur að hafa gaman af þessu sporti og þá í leiðinni spjalli og skilja ókurteisina eftir annarstaðar.
Þetta gildir að sjálfsögðu um mig eins og aðra.