Hann verður settur upp á racegasi til að byrja með, ná að stilla honum algerlega upp. Mótorinn er með lága þjöppu og er allur settur upp fyrir boost. Til lengri tíma litið var ætlunin að keyra (stilla honum upp) á E85 eldsneyti, en eldsneytiskerfið er sett upp fyrir það. Þar fæ ég líka mikla kælimöguleika því E85 er 85% alkahól (ethanol undirflokkur). Það eru ekki eins miklir kælimöguleikar og með methanol en þeir eru þónokkuð miklir samt sem áður. En svo má ekki gleyma að passa upp á air/fuel hlutfallið og kveikjutímann.
Ef ég held hinsvegar áfram með hefðbundið eldsneyti þá kem ég sjálfsagt til með að smíða vatnskældan kælir með sjálfstæðum vatnstanki og öllum pakkanum.