Author Topic: Synd og skömm :(  (Read 17093 times)

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Synd og skömm :(
« Reply #40 on: January 15, 2008, 00:12:29 »
Ég vill taka það til baka að það hafi verið búið að sanna að um of hraðann akstur hafi verið að ræða.
Mínar upplýsingar voru ekki áræðanlegar.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Synd og skömm :(
« Reply #41 on: January 15, 2008, 00:13:33 »
Quote from: "KRISSI"
Quote from: "Aron M5"
það var mjög lumsk hálka á staðnum eg tok ekki eftir henni fyrr en eg fór að bremsa


Hvernig getur hálka verið "lúmsk" ????  

læðist hún þá aftan að manni eða ....

þá sést hún ekki, getur verið þakinn sjnó, eða að þá að klakinn er þunnur og mattur þannig að maður tekur ekki eftir honum, endilega leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Synd og skömm :(
« Reply #42 on: January 15, 2008, 00:21:38 »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Synd og skömm :(
« Reply #43 on: January 15, 2008, 00:28:56 »
Ég held nú allveg að menn viti hvað er átt við þegar er talað um lúmska hálku....
Mér finnst það bara svo fáránlegt að kenna einhverju svoleiðis um þegar Janúar er varla hálfnaður og það er snjókoma annanhvern dag........
Við hverju búast menn :lol:

Svona tæki eiga að vera inni og undir ábreiðu á þessum tíma árs 8)
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
Saga úr (ekki AF)hrauninu....
« Reply #44 on: January 15, 2008, 08:00:16 »
Var að flytja Mustanginn suður í Njarðvík um miðjan Nóvember sl, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema það það þegar ég legg af stað út götuna, þá sé ég móta fyrir hjólförum á því sem mér sýndist vera marautt malbik. Icing on the cake, OK, þá er gott að vera með big block vél með 250 -260° og gríðarlegt lift og 8 - 9 tommu converter .... tekur nebblilega svo mjúklega á.

Síðan var ekið áleiðis á stöðina og tankað af besta djúsi sem hægt var að fá .... alveg við frostmark inni í bílnum ...smá hiti frá flækjunum upp í gegn um gólfið.

Svo af stað upp Hvaleyrarholtið og suður úr. Sé glitra á ís á veginum hér og þar. Við álverið mæti ég 18 - wheeler með einhvern arsloch við stýrið. Aftan í er risavagn og einhver vítisvél á honum. Úr tækinu úðast þvílíkt magn af vatni .... einhverskonar valtari með fulla tanka af vatni sem lekur út um alla götu .... ekur náttúrulega á um 100km hraða þannig að úr þessu verður fínn úði sem dreifist um allan veg. Vegurinn er ein glæra fyrir aftan þennan bjána og ég tek upp símann til þess að hringja í lögregluna, en læt það ógert, enda nóg framundan að fást við.

Þegar ég kemst inn á tvöfalda veginn í Hvassahraunslandinu er allt OK, svo kemur Kúagerðið sælla minninga og ég bæti aðeins í, enda orðið hrollkalt í bílnum. Það var nú ansi gaman í Kúagerðinu, menn með haglabyssur og brennivínsflöskur, lögreglan og hálfur bærinn þarna suðurfrá allar nætur ..,,, den tid ....

Svo fer bílunum að fjölga vegna þess að ég held ekki nógu stíft áfram, enda vegurinn eins og á sumardegi ... allt þurrt og fínt. Ek Strandarheiðina og það er ekki leiðinlegur niðurinn í 7000 rúmsentimetra vél ..... þið vitið ... með tæplega 12 :1 ....

Svo fer veginum að halla aðeins og landslagið lækkar þar sem breikkunin endaði þar til í vor, c.a. 4km austan Vogaafleggjarans .... Bílar færast nær í speglinum og einn kemur rólega upp að mér og færir sig á vinstri akrein. Ég tel mig hafa verið á c.a. 90 give or take og hafði varann a mér. Hann hikar og glápir greinilege á þessa amerísku abomination of a car með tvö þriggja tommu púströr og með skrásetningar númerið "CJ" ... Ja-á .... hann hefur verið að horfa á Baywatch þessi CJ maður ... Pam Anderson aðdáandi ... og gefur svo allt í botn þegar hann er kominn c.a. meter fram fyrir mig og vonar greinilega að ég svari og vilji taka einn gráan ...

Þá gerist það .... í slow motion sé ég þennan multi milljón króna Lexus SC-300 hefja sig til flugs ... bókstaflega .... hægra afturhjól virðist lyftast upp og græjan byrjar að lensa ....svo er það út á hlið vinstri ... broadside beint fyrir framan mig og ég sleppi bensíninu ... hann snýst 180° og lýsir nú beint framan i mig á um 110-120 km hraða .... afturábak og ég hugsa .... this is it ... ég fer á hann á fullri ferð og ekki meir um það. Svo snýst hann heilhring fyrir framan mig og við þessar aðstæður hverfur allt í ofboðslegum rykmekki og nú er hann að missa bílinn út af veginum hægra megin. Shit .. ég er flæktur í eitthvað sem líkist World´s wildest police videos......

Nú kastast vinurinn inn á veginn aftur og snýst annan heilhring á götunni á þessum líka fínu low profile dekkjum.... rennur svo á fullri ferð út af hægra megin og snýst hálfhring, skoppar eins og blaðra ... dekk rifna og felgur bogna eða brotna. Endar þar þvert á veginn c.a. bíllengd utan vegar, með ljósin inn á veginn. Á hjólunum ... shaken not stirred!

Einn stoppar fyrir aftan .... ég í kantinum ... og hann gengur að bilnum snarast að þessum metro gæja  sem hefur skriðst út úr bílnum og spyr: "Er ekki í lagi meððig maður?" Vinurinn svara með miklum hreim: "Do you speak english?"

OK ... hann er í lagi en aðeins boginn eftir að hafa spælt bjúkkann þarna á hraðbrautinni og ég tek upp símann og hringi í 112. Þar er mér gefið samband við lögregluna og ég sagði frá þvi sem fyrir augun bar og dro ekkert undan.

Svörin voru mjög einkennileg ... svona ... lítil viðbrögð og ekkert gefið fyrir það sem ég var að segja ... svo ég lét fjúka í og sagði viðkomandi að bera vegagerðarmönnum eða starfsmönnum Vogakauptúns að get off the lard ass og saltbera veginn, því þarna væri að skapast algert neyðarástand. Þessu var lofað.

Svo legg ég af stað og c..a 2 km lengra stendur lögreglubíll í vegkantinum hægra megin ..... og skýringin á þvi af hverju ég fékk engin viðbrögð frá HQ ... en það var pallbíll .... svona .... medium ... gæti hafa verið Toyota DC eða Nissan ... á þakinu c.a. 50 metrum utan vegarins og  búinn að klippa niður ljósastaur.

Þegar við komum til baka hálftíma síðar var ekki þverfótað fyrir saltbílum og staffi sem var að sópa ruslinu upp af götunni......

Mustanginn er bæði undir plasti og yfirbreiðslu .... og miðstöðin er komin í lag ..

En sú var tíðin að maður vílaði ekki fyrir sér að gera það sama og þessi gaur.

Offline keb

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 397
  • going backwards
    • View Profile
Synd og skömm :(
« Reply #45 on: January 15, 2008, 08:00:52 »
ég hefði kannski átt að orða þetta betur ..... á þessum árstíma er ekki lúmsk hálka heldur má gera ráð fyrir því að það sé hreinlega lítið sem ekkert grip alltaf og alls staðar

þess vegna datt þessi heimskulega orðaða spurning upp !
Kristmundur Birgisson

Offline Aron M5

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
Synd og skömm :(
« Reply #46 on: January 15, 2008, 08:50:45 »
lúmsk það var þurrt og það leit engan veginn ut fyrir að vera hálka það var ekki buið að vera hálka neinnstaðar nema þarna akkurat
Jeep SRT-8..........

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Saga úr (ekki AF)hrauninu....
« Reply #47 on: January 15, 2008, 10:38:17 »
Arnaldur Indriðason hvað??????

Ég mæli með að KK fái Doctor Cyclone til að skrifa fasta pistla á þennan vef.  Hér er nefnilega vandað til verks og mörg gullkorn að finna:

Ragnar

Quote from: "Cyclone CJ"

 Icing on the cake, OK, þá er gott að vera með big block vél með 250 -260° og gríðarlegt lift og 8 - 9 tommu converter .... tekur nebblilega svo mjúklega á.

Síðan var ekið áleiðis á stöðina og tankað af besta djúsi sem hægt var að fá .... alveg við frostmark inni í bílnum ...smá hiti frá flækjunum upp í gegn um gólfið.

svo kemur Kúagerðið sælla minninga og ég bæti aðeins í, enda orðið hrollkalt í bílnum. Það var nú ansi gaman í Kúagerðinu, menn með haglabyssur og brennivínsflöskur, lögreglan og hálfur bærinn þarna suðurfrá allar nætur ..,,, den tid ....

og það er ekki leiðinlegur niðurinn í 7000 rúmsentimetra vél ..... þið vitið ... með tæplega 12 :1 ....

númerið "CJ" ... Ja-á .... hann hefur verið að horfa á Baywatch þessi CJ maður ... Pam Anderson aðdáandi ... og gefur svo allt í botn þegar hann er kominn c.a. meter fram fyrir mig og vonar greinilega að ég svari og vilji taka einn gráan ...

og nú er hann að missa bílinn út af veginum hægra megin. Shit .. ég er flæktur í eitthvað sem líkist World´s wildest police videos......

Á hjólunum ... shaken not stirred!

Einn stoppar fyrir aftan .... ég í kantinum ... og hann gengur að bilnum snarast að þessum metro gæja  sem hefur skriðst út úr bílnum og spyr: "Er ekki í lagi meððig maður?"

En sú var tíðin að maður vílaði ekki fyrir sér að gera það sama og þessi gaur.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

AlliBird

  • Guest
Synd og skömm :(
« Reply #48 on: January 15, 2008, 10:50:20 »
Hálka eða ekki hálka, lúmsk eða ekki..- ÞAÐ ER VETUR !! mætti ætla að sá sem hefur efni á 25 mills bíl hefði efni á að kaupa undir hann vetrardekk,.. eða setja hann á keðjur ??...

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Synd og skömm :(
« Reply #49 on: January 15, 2008, 12:13:30 »
Quote from: "AlliBird"
Hálka eða ekki hálka, lúmsk eða ekki..- ÞAÐ ER VETUR !! mætti ætla að sá sem hefur efni á 25 mills bíl hefði efni á að kaupa undir hann vetrardekk,.. eða setja hann á keðjur ??...


haha sé fyrir mér 25 spíru porcshe á keðjum
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Synd og skömm :(
« Reply #50 on: January 15, 2008, 14:00:05 »
Quote from: "Aron M5"
það var mjög lumsk hálka á staðnum eg tok ekki eftir henni fyrr en eg fór að bremsa


varst þú ökumaðurinn s.s.  :?  ?
Gísli Sigurðsson

Offline Aron M5

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
Synd og skömm :(
« Reply #51 on: January 15, 2008, 15:05:58 »
nei eg koma þarna þegar þetta var nylega buið að ske
Jeep SRT-8..........

Offline jo

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
powewradderar!!
« Reply #52 on: January 27, 2008, 02:45:47 »
nei vitið þið að tryggingarnar eru bunar að búa til 350 blaðsína bók um bíla og poweradera og þessi flokkast undir ca 4 addera svo hann sleppur,,,,,ef þú hefðir farið útaf á landrover á 65 km hraða´þa værir þu glæpon,,,en á svona bíl vegna addera kv klubbsins þá er í lagi að vera á svona bíl á 350,,,,,það telst sami hraði,,,,en bömmerið er að landroverinn yrði íslansmeistari vegna þess að hann ógnar engum svo sá láglaunaði mun alltaf vinna!!!! þökk é Jóni ásgeiri að sponsa rannsóknina,,,,,!"!!!!
kv
Sá sem ekkert veit!!!!