Author Topic: Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet  (Read 6951 times)

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet
« on: December 31, 2007, 13:46:45 »
Jæja að þessu sinni er það Cobra Jettið.

Hér er smá pistill sem Jón G skirifaði á fornbílaklúbbs spjallið um þennan bíl árið 2004
Mustang 428 Cobra Jet-R HO (high output/Ram-Air shaker-scoope, fast á blöndungi með gat í húddi) fastback árg 1969 dökk grænn var í eigu greinarhöfundar árin 1971-2, seinna orange á Akureyri, núna í uppgerð hjá Bjargmundi í Glófaxa hf. Þessi útgáfa var uppgefin 375 hö, en mun hafa verið mun aflmeiri, lenti í 410-15 hö flokk í stock car racing, en lægri tölur (335 hö)uppgefnar frá verksmiðju vegna trygginga-iðgjalda. Uppgefin í Car & Driver 13.6 sek kvartmíluna óbreyttur á götudekkjum. "Sævar í Karnabæ" Baldursson flutti bílinn inn, seldi Gunnari Härzler Garðinum á kr 500.000 ág 1970, sem síðan skipti við mig á Cobrunni með bráðinn stimpil og 1968 Firebird HO 350 4 gíra Hurst beinskiptum + 50.000 kr, sem átti standard mílu-metið 13.6 til 1988, sett 1981 af núverandi eig Sævari Péturs bílasprautara Kef. Chevy '57 topplakkvinna undir 8 glæru umferðum hjá Sævari. ----> http://www.internet.is/racing/index_biladella_2003_files/pages/chevy_57.html Þegar Gunnar seldi 1971 '68 HO Firebird á 400.000 kr, þá dugði andvirðið fyrir fokheldu einbýlishúsi í Kef. Alltaf gaman að finna gamla hjólkoppa, 2 koppar af 4, sem voru á HO Cobra-Jetinum koma hér í ljós á afturhjólum á 390 ci '67 mustang Akureyri. http://www.mustang.is/album_anton/ax-671/index.htm
Við Gunnar Härzler stilltum upp vel læstum '68 HO 350 Firebird og '69 428 Cobra-Jet, Firebirdinn fór framúr Cobrunni í startinu, þó aldrei nema 1/2 bíllengd, frambretti Cobrunnar nam við hurð Firebirds, síðan þegar nálgaðist 60 mílurnar, þá fór Cobran framúr, með þó nokkrum mun. Firebirdinn tapaði ekki nema 2 spyrnum í minni eigu árið 1971, hinn bíllinn var 1970 fjólublár/hv vinyl topp 426 Hemi Challanger 425 hö. Eins og Gunnar Härzler sagði: "ég hefði aldrei getað selt þér Cobruna, ef ég hefði ekki tekið þig"428 HO-Cobran tapaði ekki spyrnu í minni eigu, og var bestur eftir að 60 mílunum var náð, og átti það til að strika 4m+ á báðum þegar 3-þrepa C6 torque-converter skiptingin tók 2. gír á 60 mílum. Cobra-Jetinn var ekki fljótasti bíllinn hér 0-100 km, átti það til að missa sig í spól, sem gerðist ekki hjá mér, var 3O% semi-splittaður og snéri gjarna hægra afturhjóli á of mikilli gjöf, en þegar 60 mílunum var náð, þá yfirgaf Cobran vettvanginn. Enginn bíll á Íslandi mun hafa náð annari eins athygli og þessi Cobra Sævars gerði á sínum tíma, dökk, dökk grænn sans ( næstum svartur) með matt-svörtum röndum/húddi/shaker scoope
, bein 2" rör aftur úr, enginn hljóðkútur, aðeins smá afturvíkkun á báðum rörum, enda hljóðið engu líkt og útlit, sem gaf í skyn að bifreiðin næði 700 km hraða. Akureyrar-dvölin ---> http://www.mustang.is/album_1/69-70/pages/album1_22.htm Vélarlaus og hefur átt betri dag ------> http://www.mustang.is/album_1/69-70/images/album1_20.jpg
Sævar gerði lítið annað en reyk-spóla '69 428 HO Cobrunni fyrir utan Glaumbæ, það er ekki fyrr en Gunnar eignast hana að hún var tekin til kostanna. '68 HO Firebirdinn er sá bíll, sem komst næst Cobrunni í spyrnu hjá Gunnari, og spyrnti hann henni mikið. 428 vélin mun vera til á Selfossi.
http://www.jsl210.com/spjall/viewtopic.php?t=62&highlight=

Hér er Óskar Jónsson nýbúinn að sprauta bílinn orange, en það var hann fyrsta verk eftir að hann keypti bílinn eftir góða vertíð.




Stoltur eigandi


428












Cobra Jettið á sýningu B.A 1975


Sýninginn 1978 í góðum félagsskap.


Í góðum félagsskap á Akureyri.






Sandspyrna um 1980, 428 vélinn farinn og 406 FE kominn í hann,










Síðan fer svo kagginn suður,






Þetta er sú nýjasta sem ég hef séð af Jettinu.

Offline omar94

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 119
    • View Profile
Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet
« Reply #1 on: December 31, 2007, 14:22:10 »
flott saga á góðum bíl
Ómar Logi Þorbjörnsson

Offline m-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 183
    • View Profile
Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet
« Reply #2 on: December 31, 2007, 17:13:48 »
Þetta er nú meiri sorgarsagan. Norðlendingar hafa farið illa með þennan.
Er ekki til mynd af honum grænum.
Beggi
1971 Mustang mach1 m-code
1964 Fairlane 500 2door hardtop

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet
« Reply #3 on: January 01, 2008, 03:30:19 »
Quote from: "m-code"
Þetta er nú meiri sorgarsagan. Norðlendingar hafa farið illa með þennan.
Er ekki til mynd af honum grænum.


ÓNEI hann drabbaðist niður eftir að hann fór suður!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet
« Reply #4 on: January 01, 2008, 13:34:11 »
sunnan menn höfðu allavegana vit á því að slíta þessa hörmungar spegla af brettunum á bílnum  :wink:

En sagan er fín
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet
« Reply #5 on: December 06, 2008, 01:07:33 »
En jæja hérna eru nokkrar nýskannaðar af Cobra jet-inu,











En jæja, á einhver hérna myndir af Jettinu grænu??????????

Offline #1989

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet
« Reply #6 on: December 06, 2008, 01:30:41 »
Ja hann Óskar hlítur að sjá eftir því að mála orange, allavegana ljótara heldur en speglarnir framaná brettunum, gengið í gegnum markt þessi og þvílýk gæjahengsli, kemst nú vonandi til endurnýjunar lífdaga. Siggi.
Sigurður Sigurðsson

Offline Halli B

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.016
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet
« Reply #7 on: December 06, 2008, 04:06:22 »
Svölustu púst allra tíma
1965 Oldsmobile F85 hardtop

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet
« Reply #8 on: December 07, 2008, 02:00:08 »
Hæ. Þessi hefði nú bara þurft að fá gufunesloftnet og þá hefði hann verið perfect.

mbk Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Greniv

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 11
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 31.des 2007 Cobra Jet
« Reply #9 on: April 28, 2012, 23:46:09 »
Svölustu púst allra tíma
Gaman að segja frá því mörgum árum seinna en þegar ég fór einusinni í skoðun í eftirlitið á Ak með 3" rörin nýsmíðuð þá var hávaðinn svo gífurlegur að Ingi sem er(faðir Steina bílasala) alveg brjálaður kallaði á Magnús skoðana skelfi og ég heppinn að fá að fara heim á græjunni. Sveitamaðurinn var nú ekki búinn að skammast sín nóg svo næst voru reknir einangrunar hólkar uppí rörin og önnur tilraun gerð, hélt að kallinn mundi bæði stíga inngjöfina niður úr gólfinu og ég á taugum um að hólkarnir púffuðu af svæðinu og neyddist kallinn til að skella hvítum í rúðuna og hefur ekki rétt úr skeifunni síðan 30 árum síðar kv SH (cobru Björn).