Sko...
Ég var einu sinni kominn á þá línu eins og þú að gera svona miklar breytingar til að "customera" bílinn þannig að hann væri mjög "modern". Þ.e.a.s skipta um mælaborð, innréttingu ofl.
Svo varð mér á að kíkja í gömul bílablöð eins og t.d. frá níunda áratugnum og þá sá maður bíla sem þetta hafði verið gert við og þótti ekkert smá flott á sínum tíma. Í þeim tilfellum hefði orginalinn betur verið notaður þar sem breytingarnar voru orðnar ferlega ljótar í dag.
Hugsaðu þér Chevelle með mælaborði og innréttingu úr 1984 Camaro og vél með CrossFire innspítingu, svaka flott.
En...
Aftur á móti þá þessi vél allt annað en CrossFire vél og GTO innréttingin mjög flott (alla vega í dag).
Það sem ég á við er...
Þegar þú framkvæmir breytingar á bílnum, hugsaðu þá "hvernig ætli þetta virki eftir 20 ár?" Margt verður ennþá flott en sumt getur orðið afleitt og hefði betur verið með orginal útliti.
Persónulega er ég kominn á það að miklar breytingar á vébúnaði, bremsum, felgum og dekkjum séu af hinu góða en fer rólegar í hitt.
But...
Each to his own!