Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Chevelle í uppgerð

<< < (36/111) > >>

Chevelle:

--- Quote from: Sigtryggur on April 01, 2009, 21:47:59 ---Ég mundi nú fara varlega í að kítta undir nýja hluti sem þú sýður á bílinn.Ef þú t.d. leggur kíttistaum á hjólskálina rétt ofan við þar  sem hún sýðst við afturbrettið í hjólboganum,ertu um leið búinn að loka fyrir ryðvörn sem þú væntanlega sprautar í  lokin inn í afturbrettið.Þetta hefur maður séð oftar en einu sinni í bílum,og alltaf er hjólboginn byrjaður að ryðga þess vegna.Adler hefur rétt fyrir sér ,zinkgrunnur á milli og síðan kítta eftirá þegar  búið er að grunna með epoxy grunn.

--- End quote ---
þessi umræða er flott =D> og ég þakka allar upplýsingarnar það hjálpar manni að gera eitthvað rugl það er alltaf einhver sem veit betur

þá er þetta en í góðu lagi :oops: Er að skrúfa fast og máta hurðar og rúðu skot  þegar ég sauð hjólskálarnar þá var ekkert kítti set á milli bara zinkgrunnur  og svo epoxy  grunnur og svo var kíttað og málað og verður gert eins með brettin

Kristján Ingvars:
Það er enginn ein helvítis leið til að gera þetta rétt, hvað er eiginlega uppí rassgatinu á ykkur  8-)

Sigtryggur:
Kristján Íngvars!Auðvitað er ekki bara ein leið,þær eru allavega tvær..rétt og röng.Adler hefur yfir 25 ára reynslu í bílasmíði,ég hef 27 ára reynslu.Þar að auki vinn ég t.d. eftir vinnureglum bílaframleiðandans sem í mínu tilfelli er Merc. Benz.Ekki koma með að Benz séu ryðdruslur,það var ekki frágangi eða samsetningartækni um að kenna heldur ónýtu stáli,það er allt önnur saga.Það er til fullt af sjálfskipuðum "snillingum" sem þykjast vita betur en næsti maður,en ekkert kemur í staðin fyrir reynslu,heilbrigða skynsemi og áræðanlegar upplýsingar!!!  [-X

Kristján Ingvars:

--- Quote from: Sigtryggur on April 03, 2009, 00:35:16 ---Kristján Íngvars!Auðvitað er ekki bara ein leið,þær eru allavega tvær..rétt og röng.Adler hefur yfir 25 ára reynslu í bílasmíði,ég hef 27 ára reynslu.Þar að auki vinn ég t.d. eftir vinnureglum bílaframleiðandans sem í mínu tilfelli er Merc. Benz.Ekki koma með að Benz séu ryðdruslur,það var ekki frágangi eða samsetningartækni um að kenna heldur ónýtu stáli,það er allt önnur saga.Það er til fullt af sjálfskipuðum "snillingum" sem þykjast vita betur en næsti maður,en ekkert kemur í staðin fyrir reynslu,heilbrigða skynsemi og áræðanlegar upplýsingar!!!  [-X

--- End quote ---

Nú en hvað með þennan sem ráðlagði honum að nota þetta kítti? Hann hefur líka mikla reynslu, er hann þá bara bjáni? Það er óþarfi að vera að pósta hér inná link sem allir eru að skoða að maðurinn sé að gera einhverja vitleysu við uppgerðina (ef það er raunin), það eru til fleiri en ein og tvær leiðir til að gera hlutina og fullt af efnum sem virka. Ég þekki einn á besta aldri sem hefur meiri reynslu en þið báðir og á hans bæ hefur t.d. verið notað límkítti til að kítta yfir suður að aftan og segir hann það ódrepandi. Það vita margir hvaða maður þetta er og þykir mikill snillingur,  ég ætli nú samt ekki að fara að blanda hans nafni í þessa umræðu.

PS. ég er Ingvarsson  8-)

Chevelle:
halló
Bara að skjóta smá myndum inn

bora með 8mm   

allir suðupuntar er hreinsaðir niður í stál





 =D>

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version