Kvartmílan > Alls konar röfl
Hjá KK kostar það 7000 kall á ári
maggifinn:
--- Quote from: "Nonni_Bjarna" ---Bara að minna á að það er í athugun að hækka keppnisgjöldin eitthvað þar sem við náum varla inn fyrir bikurum.
Einnig hefur komið upp sú hugmynd að rukka inn á æfingar.
--- End quote ---
Er það ekki svolítið klént,,, má koma með sinn eigin bikar?
að láta keppendur bera kostnaðinn af keppnishaldi finnst mér ekki vera lausn.
Það eru keppendur sjálfir sem eru félagsleg undirstaða í þessum klúbbi, það sást á síðasta fundi í Stálnaust.
Þurfa keppendur líka að vera fjárhagsleg undirstaða klúbbsins?
Stjórn KK þarf að beyja af þeirri leið og það strax................
Hera:
Já þetta kostar ekki mikið á klakanum.
Við skötuhjúin fórum td einn hring á nurburgring núna í des og þar kostar einn hringur um 1.900 kr árskort þar kostar um 85þ minnir mig.
Ég persónulega er hlynnt hækkunum á kostnaði við að reka klúbbinn og ekki vegna þess að ég sé með fullar hendur fjár heldur til þess að uppbygging geti átt sér stað.
Okkur langar flestum ef ekki öllum að sjá þann draum rætast að fá almennilega braut og aðstöðu til afnota og það kostar peninga og það fullt af þeim :!: :!:
Ég vildi helst af öllu að þetta kostaði mig sem allra minnst :wink:
Ég er sammála því að rukka inn á æfingar það væri þá hægt að borga staffinu smá laun fyrir að þjóna þeim sem mæta. Ég get líka tekið undir það að keppendur eru undirstaðan á innkomu klúbbsins en ef ekki er til staðar staff og ekki peningar þá er heldur ekki til nein keppni.
það er ekki auðvellt að finna peninga en keppnishald ætti samkvæmt almennri hefð í viðskiptalífunu að standa straum af keppnishaldi svona í líkingu við að framleiðsla á einni vörutegund á ekki að standa straum af kostnaði við að framleiða aðra.
Það sem þarf að skoða eru fjármögnunarleiðir og hvaða leiðir eru færar og hvernig má nýta þær.
Jón Þór Bjarnason:
--- Quote from: "maggifinn" ---
--- Quote from: "Nonni_Bjarna" ---Bara að minna á að það er í athugun að hækka keppnisgjöldin eitthvað þar sem við náum varla inn fyrir bikurum.
Einnig hefur komið upp sú hugmynd að rukka inn á æfingar.
--- End quote ---
Er það ekki svolítið klént,,, má koma með sinn eigin bikar?
að láta keppendur bera kostnaðinn af keppnishaldi finnst mér ekki vera lausn.
Það eru keppendur sjálfir sem eru félagsleg undirstaða í þessum klúbbi, það sást á síðasta fundi í Stálnaust.
Þurfa keppendur líka að vera fjárhagsleg undirstaða klúbbsins?
Stjórn KK þarf að beyja af þeirri leið og það strax................
--- End quote ---
Hvað ertu að meina Maggi, ég skil þig ekki alveg. Keppendur eru að borga litlar kr 2.500.-
Sú upphæð sem hefur komið inn af keppnisgjöldum hefur farið nánast öll í kaup á bikurum.
Þeir vita það sem hafa mætt upp á braut að bikararnir fást varla minni.
Það er svo sem alveg hægt að versla eina rós í staðinn ef menn vilja.
Svo á eftir að versla bensín og dísel á rafstöðvar og bensín/dísil á öryggisbíla. Borga leigu á gsm posum og ég gæti talið endalaust áfram.
maggifinn:
númer eitt tvö og þrjú þá þurfa leifismál að vera í lagi og á hreinu svo hægt sé að auglýsa keppnir.
þá getur KK farið að hafa jafnvel tekjur af keppnum og snakksölu.
einhverjir peningar þurfa að koma inn í staðinn fyrir allar þessar æfingar, því það skilar sér ekki í fólki sem vill vinna fyrir klúbbinn eða keppa í keppnum
Gjald keppanda finnst mér bara vera formsatriði svipað og forfallatrygging, og finnst mér að klúbburinn eigi ekki að gera það að tekjulind.
ég minni á að keppendur sem borga sitt árgjald,borga fyrir að geta keppt og komast varla að á æfingum, þó þeir eigi að hafa forgang. Langflestir vinna þeir eitthvað fyrir klúbbinn og þeir mæta á fundi og hafa áhrif.
Fmhnakki sem borgar árgjald notar brautina einsog hann getur á æfingum, fær frítt inn á þær fáu keppnir sem hann nennir að horfa á og vinnur ekkert fyrir klúbbinn.
ég er bara að segja svona, en mér finnst algjört aukaatriði að þessir bikarar standi undir sér, KK þarf að horfa á heildarmyndina
Jón Þór Bjarnason:
Þú yrðir skelfilegur gjaldkeri.
Hefðir eflaust frítt í klúbbin fyrir þá sem vilja keppa.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version