Þessi rauða Nova ....... hún vekur upp gamlann hroll....
hún stóð á bílabankanum sem var þá á bakvið löggustöðina á Hverfisgötu ásamt bilasölu garðars, ég prófaði bílinn á föstudegi þá með 327, 4 gíra og 12 bolta læst - líkar vel og geri tilboð í hann og ákveð að kaupa hann strax á mánudeginum .....
þegar ég hins vegar mæti á mánudegi að klára kaupin þá stendur hún með 305, sjálfsk. og 10 bolta drif - ég að sjálfsögðu hætti við á staðnum og fer, skömmu síðar fæ ég símtal og er tjáð að allt fyrra kram geti fylgt með ef ég stend við tilboðið en þegar á reyndi þá stóðst það ekki þannig að ekki varð úr þeim kaupunum.