Sælir félagar.
Hver var fyrstur að nota fallhlíf er spurt?
Ef ég man rétt þá var það Kristján nokkur Skjóldal sem var fyrstur til að hengja út þvottinn.
Það gæti þá sennilega verið að Stígur Herlufsen hafi komð næstur, og síðan koll af kolli.
Það hafði verið mikil hræðsla við að nota fallhífar hérna út af hliðarvindi, og sagt hafði verið að bílar myndu hreinlega velta ef skotið væri út fallhíf.
Ég hafði þá samband við einn reyndasta fallhlífastökkvara landsins Guðlaug Þórðarson, og hann sagði að hliðarvindur þyrfti að vera töluvert meiri en hraðinn á bílnum til að það hefði einhver áhrif ál fallhlíf og hvað þá fallhlífar eins og eru notaðar hjá okkur.
Það má ekki keppa í meira en 17 metra/40 mílna vindhraða á klst, þannig að hliðarvindur hefur ekki áhrif á fallhlífar að neinu ráði hér hjá okkur frekar en annarstaðar.
Núna er komið í reglur hjá NHRA/IHRA að allir bílar sem fara 9,99 eða undir þurfa að vera með fallhlíf.