Ég var með svona flautu í bíl fyrir mörgum árum síðan og auðvitað var verið að nota hana á rúntinum og það endaði með því að ég var tekinn af lögguni bíllinn gerður upptækur og ég settur í rimmlabúrið það endaði með því að ég fékk að halda bílnum ef að ég myndi rífa þetta úr fyrir utan lögreglustöðina.
Þannig að flautan var gerð upptæk.
Ég gerði allt vitlaust þarna á löggustöðini vikuni á eftir hótaði þeim öllu íllu og bað um að fá að sjá hvaða reglugerð sagði að ég mætti ekki eiga svona, þeir gátu bara bent mér á reglur um gerð og búnað ökutækja þar sem segir eitthvað um það að flauta bifreiðar meigi ekki vera fjöltóna.
Ég gaf mig ekkert með þetta og ég sagði að þetta væri ekki í neinum bíl í augnablikinu þannig að þeir væru að brjóta á mér og ég heimtaði að þeir skiluðu apparatinu.
Þeir voru alveg orðnir kolvitlausir og það endaði með því að þeir hendu flautuni og stjórnborðinu í mig sögðu mér að drulla mér út og sögðu að það væri ekkert sem bannaði mér að eiga þetta en ég mætti ekki nota þetta alla vegana ekki í bíl.