Ég var að koma frá Keflavík, ákvað að kíkja uppá braut þar sem fólk á Reykjanesbrautinni var í stökustu vandræðum með að halda sig á einni akrein.
Vegurinn þangað er DRULLA.. Sökk alveg 5 cm ofan í þegar ég steig út.. Frá hliðinu og upp að braut var skyggni c.a. 10 metrar. Þegar þangað var komið steig ég útúr bílnum en fauk einhverja metra um leið og ég steig út.. Eftir mikið bras tókst mér að labba upp að stjórnstöð og þar vantaði hurðina, hún var hvergi sjáanleg, hugsanlega einhversstaðar inni á geymslusvæði núna
En annað virtist í lagi.. Húsið heldur vatni og allir gluggar á sínum stað enn sem komið er.. En við þurfum klárlega að taka þessa stjórnstöð í gegn fyrir næsta sumar, ef stjórnstöð má kalla, hún er eiginlega bara kofi sem er að hruni kominn.. Og gæti hugsanlega farið í veðrum næstu daga.. Það blæst beint inn í hana, vindáttin er beint að þeirri hlið sem hurðin "var".. Mér sýndist þakið eitthvað vera að flettast smá upp en ég bara gat ómögulega staðið þarna úti, svo komu eldingar og fleira þannig að ég dreif mig bara heim aftur
En já, langaði bara að koma með smá report.. og já, loftnetið á toyotunni brotnaði í vindinum