Mér þykir vænt um þennan klúbb.
Ég hlakka til næsta sumars.
Þá verðum við vonandi komnir með rafmagn og rennandi vatn í húsið uppá braut.
þá gætum við verið með félagsfundi í klúbbhúsinu við brautarstæðið á fimmtudagskvöldum á meðan það eru keyrðar æfingar.
Aldeilis yrði næs að sitja á pallinum í kvöldsólinni með nýgryllaða pulsu í annari, kalda kók í hinni og hlusta á Auðunn Bakara furða sig á því hvað Gunni Gírlausi geti keyrt asnalega hratt með bara fjóra sílendra.
Rétt um það leyti sem Gunni klárar ferðina bít ég aftur í pulsuna, en svelgist á og hósta henni uppí nefið á mér þegar ég sé á nýja tímatökuskiltinu að hann keyrði undir 11.50 á 127 mílum....
Ég fæ kumpánlegt klapp á bakið frá bakaranum sem setur pulsubitan aðeins lengra inní nefgöngin. : ÞESSI DRENGUR Á AÐ VERA MEÐ ALVÖRU VÉL, þrymur úr herra shafiroff,,,
Ég skjökti á fætur rauður í framan og snýti úr mér pulsubitanum í ruslið og læt afganginn fylgja , sting kókinni í vasann og rölti af stað niðrí pitt.
Helvíti gott kvöld hugsa ég með mér, fullt af tækjum að reyna sig á brautinni, gott veður sem á að haldast fram yfir helgi, og ég þarf að vinna
http://picasaweb.google.com/maggifinn/Brautarvinna28april/photo#s5058536356653939842