Author Topic: Klúbburinn  (Read 2561 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Klúbburinn
« on: December 10, 2007, 00:23:39 »
Mér þykir vænt um þennan klúbb.

Ég hlakka til næsta sumars.

 Þá verðum við vonandi komnir með rafmagn og rennandi vatn í húsið uppá braut.

 þá gætum við verið með félagsfundi í klúbbhúsinu við brautarstæðið á fimmtudagskvöldum á meðan það eru keyrðar æfingar.

 Aldeilis yrði næs að sitja á pallinum í kvöldsólinni með nýgryllaða pulsu í annari, kalda kók í hinni og hlusta á Auðunn Bakara furða sig á því hvað Gunni Gírlausi geti keyrt asnalega hratt með bara fjóra sílendra.

 Rétt um það leyti sem Gunni klárar ferðina bít ég aftur í pulsuna, en svelgist á og hósta henni uppí nefið á mér þegar ég sé á nýja tímatökuskiltinu að hann keyrði undir 11.50 á 127 mílum....

Ég fæ kumpánlegt klapp á bakið frá bakaranum sem setur pulsubitan aðeins lengra inní nefgöngin. : ÞESSI DRENGUR Á AÐ VERA MEÐ ALVÖRU    VÉL, þrymur úr herra shafiroff,,,
 
 
 Ég skjökti á fætur rauður í framan og snýti úr mér pulsubitanum í ruslið og læt afganginn fylgja , sting kókinni í vasann og rölti af stað niðrí pitt.
 
 Helvíti gott kvöld hugsa ég með mér, fullt af tækjum að reyna sig á brautinni, gott veður sem á að haldast fram yfir helgi, og ég þarf að vinna
 :roll:

          http://picasaweb.google.com/maggifinn/Brautarvinna28april/photo#s5058536356653939842

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Klúbburinn
« Reply #1 on: December 10, 2007, 09:50:27 »
já þetta verður flott svona á að gera þetta vinna saman 8)
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Klúbburinn
« Reply #2 on: December 10, 2007, 09:54:02 »
ég mun líka taka frá allar helgar í sumar fyrir kvartmílu  8)
Gísli Sigurðsson

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Klúbburinn
« Reply #3 on: December 10, 2007, 10:26:19 »
Frábær draumsýn, en fyrst þarf nú að taka höndum saman og vinna að því að fá rafmagnið og vatnið en það væri draumur í dós ef það kæmi í vor :!:
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Axelth

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Klúbburinn
« Reply #4 on: December 14, 2007, 19:33:15 »
Ég er til í að leggja mitt af mörkum og það er ótrúlegt hvað ég get gert ef mér er kennt og staðið yfir mér .... eins og til dæmis gæti ég alveg hugsað mér að læra á kúst aftur, ég hef séð konu nota kúst og fannst þetta sjarmerandi tæki.

En svona í álvörunni þá mun ég vera mikið þarna næsta sumar og er alveg til í að hjálpa ef ég get :)

En á meðan þá vil ég bara óska ykkur Gleðilegra Jóla kæru félagar  :smt006
Axel Th Hr
Kawasaki ZX-10R 2007 --- J 10 í alvarlegri yfirhalningu