Sælir félagar.
Ég er búinn að vinna mikið með 289 vélar í gegnum árin, og á þrjár núna.
það þarf töluvert mikið til að ná 500 hvað þá 1000 hö úr 4,7L vél.
Ég spurði á sínum tíma Richard Haubold hjá PCHS í New York um tjúningar á 289 cid vélum, og var að gæla við þá hugmynd að koma 1250kg bíl í miðjar 10sek.
Richard sem er heddasérfræðingur af gamla skólanum, og talin einn af þeim albestu í USA og er sérfræðingur í Ford, Chrysler og Pontiac
sagði mér að það myndi vera svo mikill kostnaður að ég ætti ekki einu sinni að vera að hugsa um þetta.
ATH að þetta var fyrir tíma álhedda og CNC.
Hann sagði að ég þyrfti amk 5-600hö til að ná þessu takmarki og þyrfti að snúa mótornum 9-10000 snúninga sem myndi þýða endalaust viðhald.
Hann ráðlagði mér að setja 351W hedd á mótorinn og mildann vökva ás og hafa bílinn í lágum 13 háum 12sek það myndi ganga.
Það að vinna 289 heddin fyrir þetta afl er, ja ég ætla ekki að segja ómöglegt en þar þarf að koma til sérfræðingur í portun.
Já og svo komast ekki nema 1,94"in ventlar í þessi hedd þannig að þau flæða engan vegin nóg.
Ford gerði hinns vegar sniðugt trikk á sínum tíma og setti Paxton blásara á 289 hipo vél í 1965 Mustang, lét hann blása eitthvað mjög litlu þar sem vélin var með 10,5:1 þjöppu og bílarnir voru að ná 12,50-12,60sek og vélarnar entust eins vel og aðrar vélar.
Það er rétt að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, en að nota hedd af 289 til að ná 1000hö það er ja ég segi ómöglegt.
Ég spyr ykkur á móti: Hafið þið skoðað hedd af 289cid mótor, og þá á ég við skoðað þau almennilega.
Ef að þetta eru einhver gullstykki þá á ég tvö sett til sölu fyrir sangjarnt verð